Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. apríl 2019 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
TV 2 Sporten gerir grín að Solskjær - Nær ekki að snúa vagninum við
Mynd: Getty Images
Norski íþróttafjölmiðillinn, sjónvarpsstöðinn TV 2 Sporten, gerir grín að Ole Gunnar Solskjær á Twitter eftir tap Manchester United gegn Manchester City í gær.

Tapið var það sjöunda í síðustu níu leikjum United. Bernardo Silva og Leroy Sane gerðu mörk City í 0-2 sigrinum á Old Trafford.

Stuðningsmenn Manchester United sungu oft og mikið lag um Solskjær þegar hann var nýtekinn við liðinu og syngja það enn í dag, þó ekki í jafn oft. Stuðningsmannalagið byrjar á 'Ole's at the wheel' eða 'Ole er við stýrið'.

TV 2 Sporten setti inn Twitter færslu þar sem Solskjær sest við stýrið á vagni sem hann er að reyna snúa við á þröngum gangi. Árangurinn var ekki sérstakur eins og sést hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner