Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 25. apríl 2021 17:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Leikmenn Man City hugguðu Son
Man City er sigurvegari í enska deildabikarnum fjórða árið í röð.

City hafði betur gegn Spurs í dag. Tottenham náði að halda leiknum í 0-0 alveg fram á 82. mínútu en þá skoraði Aymeric Laporte sigurmarkið.

Þetta er gríðarlega svekkjandi úrslit fyrir Spurs og bið þeirra eftir titli heldur núna áfram. Síðast vann félagið titil fyrir 13 árum síðan en þá vann liðið einmitt deildabikarinn.

Son Heung-min, leikmaður Spurs, var gríðarlega svekktur eftir leikinn og grét hann. Leikmenn Man City, Ilkay Gundogan og Phil Foden, sýndu mikla íþróttamennsku og reyndu að hughreysta hann. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.


Athugasemdir