Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á dagskrá á X977 alla laugardaga milli 12 og 14. Eftir að þætti lýkur kemur hann inn á allar hlaðvarpsveitur.
Besta deildin á hug og hjörtu okkar fyrri klukkutímann. Helstu tíðindi, gluggapælingar og næsta umferð. Daði Berg Jónsson hefur farið á kostum með Vestra og verður á línunni.
Í seinni hlutanum er síðan komið að enska boltanum. Kristján Atli Ragnarsson sérfræðingur mætir en mikil eftirvænting er í Liverpoolborg. Þá er einnig rætt um Evrópudrauma Arsenal og Manchester United.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir