Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristófer í umspil - Jón Dagur fékk sjaldgæft tækifæri
Mynd: Triestina
Kristófer Jónsson var í byrjunarliði Triestina og lék allan leikinn þegar liðið rúllaði yfir Novara í ítölsku C-deildinni í lokaumferðinni í dag.

Leiknum lauk með 6-0 sigri Triestina en það hafði lítil áhrif á liðið þar sem það mun keppa í umspili um að halda sæti sínu í deildinni. Liðið endar í 16. sæti með 39 stig eftir 38 umferðir, liðið var þremur stigum frá öruggu sæti.

Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma þegar Hertha Berlin gerði 1-1 jafntefli gegn Magdeburg í þýsku B-deildinini.

Jón Dagur hefur ekki verið inn í myndinni hjá þýska liðinu en þetta er aðeins þriðji leikurinn hans af síðustu sjö. Hann kom inn á í hálfleik í 3-2 sigri gegn Ulm í síðustu umferð og lagði upp mark. Hertha er í 11. sæti með 40 stig eftir 31 umferð.

Kolbeinn Finnsson sat allan tímann á bekknum þegar Utrecht vann Waalwijk 4-0 í hollensku deildinni. Hann hefur verið í algjöru aukahlutverki hjá liðinu en hann hefur komið við sögu í þremur leikjum í deildinni. Utrecht er í 4. sæti með 62 stig eftir 31 umferð.

Birkir Bjarnason spilaði hálftíma þegar Brescia tapaðii 2-1 gegn Pisa í ítölsku B-deildinni. Brescia í 15. sæti með 35 stig eftir 34 umferðir. Kortrijk tapaði 2-0 gegn Beerschot í fallbaráttunni í Belgíu. Kortrijk er í næst neðsta sæti, fjórum stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Kolding lagði Horsens í næst efstu deild í Danmörku 3-2. Ari Leifsson er á meiðslalistanum hjá Kolding en Galdur Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Horsens. Horsens er í 3. sæti með 46 stig en Kolding í 4. sæti með 43 stig.
Athugasemdir
banner
banner