Real Madrid heldur áfram að hakka dómgæsluna á Spáni í sig en félagið sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld.
Félagið er gríðarlega ósátt með dómarann sem mun dæma leik liðsins gegn Barcelona í úrslitum spænska bikarsins á morgun. Opinber sjónvarpsstöð félagsins sýndi myndbrot af öllum mistökum dómarans og er afar ósátt við það að Real hafi aðeins unnið 64% leikja sem hann dæmir á meðan Barcelona hefur unnið 81%.
Félagið er gríðarlega ósátt með dómarann sem mun dæma leik liðsins gegn Barcelona í úrslitum spænska bikarsins á morgun. Opinber sjónvarpsstöð félagsins sýndi myndbrot af öllum mistökum dómarans og er afar ósátt við það að Real hafi aðeins unnið 64% leikja sem hann dæmir á meðan Barcelona hefur unnið 81%.
Félagið aflýsti öllum viðburðum í kringum leikinn á morgun og mætti þá enginn fulltrúi félagsins á fréttamannafund í aðdraganda leiksins.
De Burgos Bengoetxea, dómari leiksins, táraðist á fréttamannafundi, þegar hann var spurður út í myndbrotið.
„Þegar barnið þitt fer í skólann og er sagt að pabbi þess sé þjófur, það er gríðarlega erfitt," sagði Bengoetxea.
Pablo Gonzalez Fuertes, VAR dómari leiksins, hefur áður tjáð sig um aðferðir Real Madrid.
„Við munum gera eitthvað í þessu, við ætlum ekki að leyfa þessu að halda áfram að gerast," sagðii Fuertes.
„Real Madrid CF telur opinberar yfirlýsingar sem dómarar sem munu dæma úrslitaleik Copa del Rey, sem á að fara fram á morgun, 26. apríl 2025, gáfu í dag óásættanlegar," segir í yfirlýsingu frá Real Madrid.
„Þessi mótmæli, sem hafa óvænt beint athyglinni að myndböndum frá fjölmiðli sem er verndaður af tjáningarfrelsi, Real Madrid TV, gegn einum af þátttakendum úrslitaleiksins, sýna enn og aftur fram á skýra og augljósa fjandskap og fjandskap þessara dómara gagnvart Real Madrid.“
Athugasemdir