
Karan Gurung, ungur og afar efnilegur leikmaður Leiknis, meiddist illa á dögunum. Hann fótbrotnaði og verður frá langt fram á sumar.
Karan fer aftur í skoðun eftir fjórar vikur og þá er vonast til þess að beinið verði gróið en endurhæfingin mun svo taka lengri tíma en það.
Karan fer aftur í skoðun eftir fjórar vikur og þá er vonast til þess að beinið verði gróið en endurhæfingin mun svo taka lengri tíma en það.
Karan er nýorðinn 17 ára gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað fimm leiki með Leikni í Lengjudeildinni. Hann átti að fá stærra hlutverk í sumar og kom hann við sögu í fjórum leikjum í Lengjubikarnum í vetur. Í þessum fjórum leikjum skoraði hann tvö mörk.
Karan, sem hefur verið hluti af U17 landsliði Íslands að undanförnu, komst fyrst í fréttirnar hér á Fótbolta.net árið 2022 þegar hann skoraði í Fótbolta.net mótinu gegn HK.
Athugasemdir