Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. maí 2022 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Völdu versta lið tímabilsins á Englandi - Sex frá Man Utd
Marcus Rashford er í liðinu
Marcus Rashford er í liðinu
Mynd: EPA
Romelu Lukaku hefur átt betri tímabil
Romelu Lukaku hefur átt betri tímabil
Mynd: Getty Images
Sex leikmenn Manchester United eru í versta liði tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en það er ESPN sem velur liðið. Það er alveg óhætt að segja að valið sé ansi umdeilt.

United var í alls konar vandræðum á þessu tímabili og náði aldrei takti.

Frammistaðan versnaði bara eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara undir lok ársins en Ralf Rangnick tók við keflinu og stýrði liðinu út tímabilið.

Sex leikmenn liðsins eru í versta liði tímabilsins sem ESPN birti í dag en það eru þeir Aaron Wan-Bissaka, Harry Maguire, Raphael Varane, Paul Pogba, Bruno Fernandes og Marcus Rashford.

Chelsea er með tvo fulltrúa í þeim Romelu Lukaku og Kepa Arrizabalaga en Kepa var meira og minna varamarkvörður fyrir Edouard Mendy og spilaði aðeins fjóra leiki í deildinni.

Það má heldur betur deila um það hvort þetta sé versta lið tímabilsins en það virðist ekki bara byggt á frammistöðu. Kanté var til að mynda mjög góður með Chelsea áður en hann meiddist.

Versta lið tímabilsins: Kepa Arrizabalaga (Chelsea), Aaron Wan-Bissaka (Man Utd), Harry Maguire (Man Utd), Raphael Varane (Man Utd), Junior Firpo (Leeds), N'golo Kanté (Chelsea), Paul Pogba (Man Utd), Bruno Fernandes (Man Utd), Alexandre Lacazette (Arsenal), Marcus Rashford (Man Utd), Romelu Lukaku (Chelsea).
Athugasemdir
banner
banner
banner