Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. maí 2023 09:35
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hyggst skáka Liverpool og Arsenal í baráttu um Mount
Powerade
Mason Mount til Manchester United?
Mason Mount til Manchester United?
Mynd: EPA
Harvey Barnes til Aston Villa?
Harvey Barnes til Aston Villa?
Mynd: EPA
Sanabria til Arsenal?
Sanabria til Arsenal?
Mynd: EPA
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Mount, Barnes, Kane, Osimhen, Harrison, Palhinha, Kim og Nelson eru meðal góðra manna í slúðurpakkanum á fimmtudegi. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Manchester United er tilbúið að borga 55 milljónir punda fyrir enska miðjumanninn Mason Mount (24) hjá Chelsea og stefnir að því að skáka Liverpool og Arsenal í baráttunni um leikmanninn. (Mail)

Mount mun ræða við Chelsea um framtíð sína á fundi með stjórn félagsins í næstu viku. (90min)

Mount vill helst fara til Manchester United ef Chelsea ákveður að selja hann. (The Athletic)

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands segir það áhyggjuefni hversu lítið Harry Maguire (30) og Kalvin Phillips (27) hafa spilað með Manchester United og Manchester City. Þeir voru báðir valdir í landsliðshópinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM. (Guardian)

Aston Villa er að vinna baráttuna um enska vængmanninn Harvey Barnes (25) hjá Leicester. (Independent)

West Ham hefur einnig áhuga á Barnes og þá horfa Hamrarnir einnig til enska vængmannsins Jack Harrison (26) hjá Leeds United. (Sun)

Arsenal gæti selt allt að fjórtán leikmenn til að fjármagna kaup á átta leikmönnum í sumar. Nicolas Pepe (27) er meðal þeirra sem munu væntanlega fara. (Football.London)

Mikel Arteta er tilbúinn að láta enska miðjumanninn Emile Smith Rowe (22) yfirgefa Emirates til að skapa pláss fyrir enska miðjumanninn James Maddison (26), leikmann Leicester. (Mirror)

Arsenal hefur einnig áhuga á paragvæska framherjanum Antonio Sanabria (26) hjá Torino en hann gæti kostað tæplega 22 milljónir punda. (La Repubblica)

Manchester United hefur verið sagt að félagið þurfi að borga 140 milljónir punda ef það ætlar að kaupa nígeríska sóknarmanninn Victor Osimhen (24) í sumar. United hefur komist að samkomulagi um Suður-kóreska varnarmanninn Kim Min-jae (26). (Il Mattino)

Enski sóknarmaðurinn Harry Kane (29) hjá Tottenham er áfram fyrsti kostur Manchester United í leit félagsins að sóknarmanni. United mun koma með tilboð snemma í glugganum til að reyna að liðka fyrir viðræðum. (Guardian)

Aston Villa vill tryggja framtíð enska sóknarmannsins Ollie Watkins (27) og skoska miðjumannsins John McGinn (28) með nýjum samningum áður en félagaskiptaglugginn opnar. (Telegraph)

Romelu Lukaku (30) segist hafa vitað að Inter myndi reyna að fá sig ef hlutirnir myndu ekki ganga upp hjá Chelsea. (Mail)

Real Betis gæti endurnýjað áhuga sinn á spænska miðjumanninum Marc Roca (26) ef Leeds fellur úr ensku úrvalsdeildinni. (Estadio Deportivo)

Arsenal hefur boðið enska miðjumanninum Reiss Nelson (23) nýjan samning til 2027 en hann er einnig með tilboð frá öðrum félögum í ensku úrvalsdeildinni, Ítalíu og Spáni. (Fabrizio Romano)

Russell Martin stjóri Swansea hefur gert munnlegt samkomulag um að taka við Southampton. (Sky Sports)

Martin (37) hefur gert þriggja ára samkomulag við Southampton en liðið er fallið úr ensku úrvalsdeildinni. (Sun)

Æðstu menn Barcelona eru steinhissa á því að franski varnarmaðurinn Jules Koude (24) vilji yfirgefa félagið, aðeins ári eftir að hann kom frá Sevilla. (90min)

Katararnir sem eiga Paris St-Germain eru a ðreyna að kaupa áttfalda Brasilíumeistara Santos. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner