Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. maí 2023 22:25
Elvar Geir Magnússon
Óli Jó stórhrifinn af Gunnari Vatnhamar - „Miklu betri en Kyle“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það virðist vera sem Víkingur og Breiðablik muni stinga af," sagði Ólafur Jóhannesson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, í Tilþrifunum á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem leikir kvöldsins voru gerðir upp.

Víkingur hefur unnið alla níu leiki sína í deildinni til þessa og tók KA í kennslustund á Akureyri í kvöld.

Færeyski landsliðsmaðurinn Gunnar Vatnhamar hefur heillað í upphafi móts en hann var fenginn til Víkings þegar Kyle McLagan meiddist illa. Ólafur er virkilega hrifinn af Gunnari.

Lestu um leikinn: KA 0 -  4 Víkingur R.

„Víkingarnir hafa spilað óaðfinnanlega. Þó það sé ljótt að segja það held ég að þeir séu heppnir að Kyle hafi meiðst, ég meina það ekki þannig samt," sagði Ólafur.

„Þeir fengu geggjaðan leikmann í staðinn fyrir hann. Hann er miklu betri leikmaður en Kyle og er búinn að vera að spila allar stöður. Víkingarnir eru óaðfinnanlegir. Þeir eru bestir eins og staðan er núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner