Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   lau 25. maí 2024 13:21
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern borgar 10 milljónir fyrir Kompany
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að FC Bayern og Burnley séu búin að komast að samkomulagi um félagsskipti Vincent Kompany til þýska stórveldisins.

Bayern mun greiða rétt rúmlega 10 milljónir punda til að tryggja sér þjónustu Kompany, sem skrifar undir þriggja eða fjögurra ára samning.

Kompany hefur þjálfað Burnley í tvö ár. Hann rúllaði upp Championship deildinni á sínu fyrsta tímabili með félagið en hríðféll svo úr úrvalsdeildinni í ár.

Burnley vildi upphaflega fá 17 milljónir fyrir Kompany en Bayern tókst að lækka verðmiðann.

Bayern hefur átt í miklum vandræðum með að finna nýjan þjálfara eftir brottrekstur Thomas Tuchel, þar sem talið er að þrír eða fjórir þjálfarar hafi hafnað möguleikanum á að taka við keflinu áður en félagið sneri sér að Kompany.

Max Eberl og Christoph Freund, yfirmenn fótboltamála hjá Bayern, hafa miklar mætur á þjálfarahæfileikum Kompany og vilja ganga frá ráðningunni sem fyrst.
Athugasemdir
banner
banner
banner