Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 18:21
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Vals og FH - Gylfi enn meiddur - Birkir og Kiddi koma aftur inn í lið Vals
Vuk byrjar hjá FH í dag.
Vuk byrjar hjá FH í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már kom inná í hálfleik gegn HK en byrjar í dag.
Birkir Már kom inná í hálfleik gegn HK en byrjar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasti leikur dagsins í íslenska boltanum er viðureign Vals og FH í 8. umferð Bestu-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 á N1 vellinum að Hlíðarenda og byrjunarliðin eru klár.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

Valur vann 1 - 2 útisigur á HK í síðasta leik en frá þeim leik gerir Arnar Grétarsson tvær breytingar. Birkir Már Sævarsson og Kristinn Freyr Sigurðsson koma inn fyrir þá Bjarna Mark Antonsson og Jakob Franz Pálsson sem setjast á bekkinn. Gylfi Þór Sigurðsson er enn frá vegna meiðsla og ekki í hóp í dag.

Arnar er sjálfur að snúa aftur á bekkinn hjá Val eftir að hafa tekið út tveggja leikja bann.

FH tapaði á sama tíma gegn KR heima og frá þeim leik gerir Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins eina breytingu. Vuk Oskar Dimitrijevic kemur inn fyrir Finn Orra Margeirsson sem er ekki í hóp í dag svo eflaust eitthvað meiddur.

Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
24. Adam Ægir Pálsson

Byrjunarlið FH:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner