
John Henry Andrews, þjálfari Aftureldingar í Pepsi-deild kvenna, var eðlilega svekktur eftir 5-1 tap gegn Stjörnunni í dag.
,,Ég er mjög vonsvikinn. Við vorum að spila við lið sem spilaði fyrir hönd Íslands í Meistaradeildinni á síðasta ári, það eru mikil gæði í þessu liði og það er mikið hrós fyrir okkur að Stjarnan setti tvo frábæra leikmenn inná í hálfleik útaf keppninni sem við vorum að veita þeim," sagði John.
,,Þær voru samt flottar, þær hafa verið góðar á æfingum og ég gæti ekki verið stoltari af þeim. Þær börðust, en við vorum að mæta stórkostlegu liði, þær náðu að færa boltann vel sín á milli."
,,Við komum hér til að veita þeim keppni og við gerðum það. Stjörnustelpur eru þreyttar eftir þennan leik og það var okkar markmið," sagði hann ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir