Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 25. júní 2022 15:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bale búinn að ná samkomulagi við LAFC
Mynd: EPA

Gareth Bale er samningslaus eftir að samningur hans við Real Madrid rann út í sumar.


Bale gekk til liðs við Real Madrid árið 2013 en hann fann sig aldrei almennilega hjá spænska félaginu. Tækifærunum fór fækkandi og hann lék aðeins sjö leiki í öllum keppnum á síðustu leiktíð.

Hann hefur verið orðaður við Los Angeles FC í MLS deildinni í Bandaríkjunum að undanförnu og samkvæmt heimildum The Athletic hefur hann náð samkomulagi við bandaríska félagið.

Hann mun skrifa undir eins árs samning með möguleika á að framlengja um eitt og hálft ár til viðbótar. Giorgio Chiellini fyrrum leikmaður og fyrirliði Juventus og ítalska landsliðsins gekk til liðs við LAFC á dögunum.

Bale var einnig orðaður við Cardiff og Getafe.


Athugasemdir
banner
banner