Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 25. júní 2022 19:37
Brynjar Ingi Erluson
Stígur til hliðar sem formaður - „Þótti eðlilegast að starfandi formaður sé á svæðinu"
Sigurður Hrannar Björnsson
Sigurður Hrannar Björnsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agnar Þór Hilmarsson (t.h.) er nýr formaður Fram
Agnar Þór Hilmarsson (t.h.) er nýr formaður Fram
Mynd: Aðsend
Sigurður Hrannar Björnsson, starfandi formaður knattspyrnudeildar Fram, hefur ákveðið að stíga til hliðar vegna búferlaflutninga til Bandaríkjanna en þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnarinnar. Agnar Þór Hilmarsson tekur við formennsku.

Sigurður tók við formennsku knattspyrnudeildar í febrúar á fundi aðalstjórnar og hefur skilað þar góðu starfi á þessum stutta tíma en vegna aðstæðna er nú kominn tími á breytingar.

Hann mun flytjast til Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem eiginkona hans er á leið í nám við Stanford-háskólann og hefur hann því ákveðið að láta af formennsku og mun Agnar Þór taka við keflinu af honum.

„Aðstæður komu upp fyrir ekki svo löngu að eiginkona mín fékk ingöngu í Stanford og ljóst var að ég væri að flytjast til Bandaríkjanna. Aðstæður hafa því breyst og ákvað ég því að stíga niður sem formaður en þáði ósk stjórnar að fá að halda áfram."

„Stjórnin hefur starfað mjög náið saman og með aðstoð tækninnar getum við haldið því áfram. Mér þótti eðlilegast að starfandi formaður sé á svæðinu og óskaði því eftir við Agga að hann tæki við starfinu með samþykki stjórnar,"
skrifaði Diddi í yfirlýsingunni.

Hann verður áfram með sæti í stjórn knattspyrnudeildar og mun sinna því starf í gegnum fjarfundi. Agnar Þór segir tilfinninguna súrsæta að taka við sem formaður. Agnar hefur leitt fjárlagaráð knattspyrnudeildar en Axel Arnar Finnbjörnsson mun taka við af honum.

„Vissulega er mikill heiður að taka við starfinu en að sama skapi aðeins súrsætt þar sem Diddi hefur unnið frábært starf, hann er þó hvergi farinn og við munum halda áfram þeirri stefnu sem við lögðum upp með frá byrjun."

Sigurður Þráinn Geirsson, sem hefur unnið sem leikmannatengiliður í stjórn Fram, lætur einnig af störfum en hann mun vinna fyrir utanríkisráðuneytið í Malaví og verður þar í eitt ár en hann verður þó áfram innan handar eins og kostur gefst.

Kristinn Bjarnason mun taka við stöðu leikmannatengiliðs hjá Fram en hann hefur verið gríðarlega sterkur í uppgangi Geiramanna, stuðningsmannahóps Fram, á tímabilinu. Hann hefur þegar hafið störf í stjórn knattspyrnudeildar.

Sjá einnig:
Diddi nýr formaður Fram - „Fyrst og fremst mikil ástríða fyrir félaginu
Athugasemdir
banner
banner
banner