Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   fös 04. mars 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diddi nýr formaður Fram - „Fyrst og fremst mikil ástríða fyrir félaginu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýr formaður knattspyrnudeildar Fram, Sigurður Hrannar Björnsson - Diddi, ræddi við Fótbolta.net í dag. Diddi hefur verið hluti af leikmannahópi HK undanfarin ár.

„Ég er mikill Framari og það urðu lausar stöður í stjórn eftir síðasta tímabil hjá Fram. Það var búið að blunda aðeins í nokkrum gömlum félögum í Fram og við ákváðum að slá til fyrst það vantaði. Við komumst allir inn og svo verða nokkrir áfram úr eldri stjórn. Þetta er fyrst og fremst mikil ástríða fyrir félaginu. Fram tókst að ala okkur vel upp og við komum aftur. Við viljum styðja sem best við félagið til að koma því aftur í stabílt umhverfi í efstu deild á Íslandi," sagði Diddi.

Diddi er 29 ára gamall og hefur leikið með Fram, Tindastóli, Víkingi, Hetti, Aftureldingu og HK í meistaraflokki.

„Það má alltaf á sig rósum bæta en margar breytingar ... nei, liðið fór taplaust í gegnum tímabilið í fyrra og uppgangurinn í félaginu hefur verið mikill síðustu ár. Ég myndi ekki segja að það hafi verið mikið af breytingum sem þurfi að gera. Fram er sögufrægt félag og Fram er risa vörumerki sem verður með einhverja flottustu aðstöðu á Íslandi þegar hún verður klár. Ég held að það sé meira þannig að við þurfum að fá stabílt umhverfi í kringum meistaraflokkana frekar en að breyta miklu."

Talandi um aðstöðuna, verður hún klár fyrir fyrsta leik í Bestu deildinni?

„Það eru allir fastir á því markmiði að vera með þetta klárt fyrir fyrsta leik. Það væri æðislegt að geta haft Fram - KR í nýju aðstöðunni. Þetta er „state-of-the-art" fyrir aðstöðu á Íslandi, ég ætla ekki að lofa því að þetta verði klárt en það eru allir að vinna að því," sagði Diddi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

Hann ræðir einnig um leikmannaferilinn, tímann í HK, staðreyndina að hann sé Framari og leikmannamál meistaraflokks karla.
Athugasemdir
banner
banner
banner