Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fös 04. mars 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diddi nýr formaður Fram - „Fyrst og fremst mikil ástríða fyrir félaginu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýr formaður knattspyrnudeildar Fram, Sigurður Hrannar Björnsson - Diddi, ræddi við Fótbolta.net í dag. Diddi hefur verið hluti af leikmannahópi HK undanfarin ár.

„Ég er mikill Framari og það urðu lausar stöður í stjórn eftir síðasta tímabil hjá Fram. Það var búið að blunda aðeins í nokkrum gömlum félögum í Fram og við ákváðum að slá til fyrst það vantaði. Við komumst allir inn og svo verða nokkrir áfram úr eldri stjórn. Þetta er fyrst og fremst mikil ástríða fyrir félaginu. Fram tókst að ala okkur vel upp og við komum aftur. Við viljum styðja sem best við félagið til að koma því aftur í stabílt umhverfi í efstu deild á Íslandi," sagði Diddi.

Diddi er 29 ára gamall og hefur leikið með Fram, Tindastóli, Víkingi, Hetti, Aftureldingu og HK í meistaraflokki.

„Það má alltaf á sig rósum bæta en margar breytingar ... nei, liðið fór taplaust í gegnum tímabilið í fyrra og uppgangurinn í félaginu hefur verið mikill síðustu ár. Ég myndi ekki segja að það hafi verið mikið af breytingum sem þurfi að gera. Fram er sögufrægt félag og Fram er risa vörumerki sem verður með einhverja flottustu aðstöðu á Íslandi þegar hún verður klár. Ég held að það sé meira þannig að við þurfum að fá stabílt umhverfi í kringum meistaraflokkana frekar en að breyta miklu."

Talandi um aðstöðuna, verður hún klár fyrir fyrsta leik í Bestu deildinni?

„Það eru allir fastir á því markmiði að vera með þetta klárt fyrir fyrsta leik. Það væri æðislegt að geta haft Fram - KR í nýju aðstöðunni. Þetta er „state-of-the-art" fyrir aðstöðu á Íslandi, ég ætla ekki að lofa því að þetta verði klárt en það eru allir að vinna að því," sagði Diddi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

Hann ræðir einnig um leikmannaferilinn, tímann í HK, staðreyndina að hann sé Framari og leikmannamál meistaraflokks karla.
Athugasemdir
banner