Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 04. mars 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diddi nýr formaður Fram - „Fyrst og fremst mikil ástríða fyrir félaginu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýr formaður knattspyrnudeildar Fram, Sigurður Hrannar Björnsson - Diddi, ræddi við Fótbolta.net í dag. Diddi hefur verið hluti af leikmannahópi HK undanfarin ár.

„Ég er mikill Framari og það urðu lausar stöður í stjórn eftir síðasta tímabil hjá Fram. Það var búið að blunda aðeins í nokkrum gömlum félögum í Fram og við ákváðum að slá til fyrst það vantaði. Við komumst allir inn og svo verða nokkrir áfram úr eldri stjórn. Þetta er fyrst og fremst mikil ástríða fyrir félaginu. Fram tókst að ala okkur vel upp og við komum aftur. Við viljum styðja sem best við félagið til að koma því aftur í stabílt umhverfi í efstu deild á Íslandi," sagði Diddi.

Diddi er 29 ára gamall og hefur leikið með Fram, Tindastóli, Víkingi, Hetti, Aftureldingu og HK í meistaraflokki.

„Það má alltaf á sig rósum bæta en margar breytingar ... nei, liðið fór taplaust í gegnum tímabilið í fyrra og uppgangurinn í félaginu hefur verið mikill síðustu ár. Ég myndi ekki segja að það hafi verið mikið af breytingum sem þurfi að gera. Fram er sögufrægt félag og Fram er risa vörumerki sem verður með einhverja flottustu aðstöðu á Íslandi þegar hún verður klár. Ég held að það sé meira þannig að við þurfum að fá stabílt umhverfi í kringum meistaraflokkana frekar en að breyta miklu."

Talandi um aðstöðuna, verður hún klár fyrir fyrsta leik í Bestu deildinni?

„Það eru allir fastir á því markmiði að vera með þetta klárt fyrir fyrsta leik. Það væri æðislegt að geta haft Fram - KR í nýju aðstöðunni. Þetta er „state-of-the-art" fyrir aðstöðu á Íslandi, ég ætla ekki að lofa því að þetta verði klárt en það eru allir að vinna að því," sagði Diddi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

Hann ræðir einnig um leikmannaferilinn, tímann í HK, staðreyndina að hann sé Framari og leikmannamál meistaraflokks karla.
Athugasemdir
banner