Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fös 04. mars 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diddi nýr formaður Fram - „Fyrst og fremst mikil ástríða fyrir félaginu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýr formaður knattspyrnudeildar Fram, Sigurður Hrannar Björnsson - Diddi, ræddi við Fótbolta.net í dag. Diddi hefur verið hluti af leikmannahópi HK undanfarin ár.

„Ég er mikill Framari og það urðu lausar stöður í stjórn eftir síðasta tímabil hjá Fram. Það var búið að blunda aðeins í nokkrum gömlum félögum í Fram og við ákváðum að slá til fyrst það vantaði. Við komumst allir inn og svo verða nokkrir áfram úr eldri stjórn. Þetta er fyrst og fremst mikil ástríða fyrir félaginu. Fram tókst að ala okkur vel upp og við komum aftur. Við viljum styðja sem best við félagið til að koma því aftur í stabílt umhverfi í efstu deild á Íslandi," sagði Diddi.

Diddi er 29 ára gamall og hefur leikið með Fram, Tindastóli, Víkingi, Hetti, Aftureldingu og HK í meistaraflokki.

„Það má alltaf á sig rósum bæta en margar breytingar ... nei, liðið fór taplaust í gegnum tímabilið í fyrra og uppgangurinn í félaginu hefur verið mikill síðustu ár. Ég myndi ekki segja að það hafi verið mikið af breytingum sem þurfi að gera. Fram er sögufrægt félag og Fram er risa vörumerki sem verður með einhverja flottustu aðstöðu á Íslandi þegar hún verður klár. Ég held að það sé meira þannig að við þurfum að fá stabílt umhverfi í kringum meistaraflokkana frekar en að breyta miklu."

Talandi um aðstöðuna, verður hún klár fyrir fyrsta leik í Bestu deildinni?

„Það eru allir fastir á því markmiði að vera með þetta klárt fyrir fyrsta leik. Það væri æðislegt að geta haft Fram - KR í nýju aðstöðunni. Þetta er „state-of-the-art" fyrir aðstöðu á Íslandi, ég ætla ekki að lofa því að þetta verði klárt en það eru allir að vinna að því," sagði Diddi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

Hann ræðir einnig um leikmannaferilinn, tímann í HK, staðreyndina að hann sé Framari og leikmannamál meistaraflokks karla.
Athugasemdir
banner