Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   þri 25. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Calhanoglu sendi stuðningsmönnum Inter skilaboð á miðju móti
Mynd: EPA
Tyrkneski miðjumaðurinn Hakan Calhanoglu fann sig tilknúinn til þess að lægja öldurnar og gera hreint fyrir sínum dyrum eftir að miðlar greindu frá því að hann væri opinn fyrir því að yfirgefa Inter og ganga í raðir Bayern München.

Á dögunum birtist grein í tyrkneskum og þýskum miðlum þar sem kom fram að fulltrúar á vegum Calhanoglu hefðu fundað með Bayern.

Gazzetta dello Sport sagði að Inter hefði engan áhuga á að selja miðjumanninn í glugganum.

Stuðningsmenn Inter eru sagðir ósáttir með að Calhanoglu væri spenntur fyrir því að fara til Bayern og ákvað hann því að skýra sitt mál með yfirlýsingu á miðju Evrópumóti.

Leikmenn setja vanalega alla einbeitingu á slík stórmót og sleppa því að ræða framtíðina en Calhanoglu hefur nú tjáð sig og segist ekki vera á förum frá Inter.

„Í ljósi þeirra orðróma sem hafa komið upp í miðlum þá vildi nýta tækifærið og bregðast við þeim sjálfur. Fram að þessu hef ég haldið mér frá því að ræða spekúleringar. Sem fyrirliði tyrkneska landsliðsins er öll mín einbeiting á Evrópumótinu en ég tel þetta vera rétta tímann til að koma í veg fyrir frekari misskilning.“

„Ég er ótrúlega ánægður hjá Inter. Samband mitt við félagið og ótrúlega stuðningsmenn þess er afar sérstakt. Saman höfum við náð ótrúlegum áföngum og er ég spenntur fyrir því að bæta fleiri titlum í safnið hjá Inter í framtíðinni. Enn og aftur kem ég inn á það að öll mín einbeiting er að gera fólkið í landi mínu ánægt. Takk fyrir skilninginn og stuðninginn. Áfram Inter,“
skrifaði Calhanoglu í yfirlýsingu sinni.
Athugasemdir
banner
banner