PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
banner
   þri 25. júní 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Ólíklegt að Chelsea reyni við Williams
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea mun líklega ekki reyna að fá Nico Williams, leikmann Athletic Bilbao, í sumarglugganum.

Chelsea og Liverpool eru sögð eltast við Williams sem hefur gert fína hluti með bæði Bilbao og spænska landsliðinu.

Willams, sem er 21 árs gamall, er með kaupákvæði í samningi sínum sem nemur um 53 milljónum punda.

Samkvæmt Sky Sports ætlar Chelsea að draga sig úr kapphlaupinu, en það telur klásúluna aðalvandamálið.

Félagið væri til í að greiða sanngjarnt markaðsverð fyrir Williams, sem er einnig með háar launakröfur.

Liverpool er enn áhugasamt um samkvæmt Fabrizio Romano hefur Arne Slot, nýr stjóri félagsins, gefið Liverpool grænt ljós á að fá hann inn í hópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner