Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   þri 25. júní 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Þýska þjóðin vill að Havertz sé bekkjaður
Kai Havertz og Niclas Fullkrug.
Kai Havertz og Niclas Fullkrug.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn þýska landsliðsins vilja að Kai Havertz, leikmaður Arsenal, verði tekinn úr byrjunarliðinu.

Um 140 þúsund stuðningsmenn Þýskalands tóku þátt í skoðanakönnun þar sem 90% vilja að Niclas Fullkrug, leikmaður Borussia Dortmund, taki sæti hans.

Havertz skoraði úr vítaspyrnu í 5-1 stórsigri Þýskalands gegn Skotlandi en hefur ekki skorað í síðustu tveimur leikjum.

Hann átti aðeins eina marktilraun á rammann í 1-1 jafntefli við Sviss þrátt fyrir sex tilraunir alls. Hann fékk slæma dóma í þýskum fjölmiðlum.

Fullkrug skoraði jöfnunarmarkið dramatíska gegn Sviss og kallað er eftir því að hann fái byrjunarliðssæti. Þýskaland leikur í 16-liða úrslitum á laugardaginn og verður spennandi að sjá hvort Fullkrug komi inn í byrjunarliðið.

Julian Nagelsmann landsliðsþjálfari Þýskalands heldur spilunum þétt að sér, hrósar báðum leikmönnum og segir sig eiga úr góðum kostum að velja.
Athugasemdir
banner