Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 25. júlí 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Saka fær sjöuna hjá Arsenal - Erfitt að velja á milli landsliða
Mynd: Getty Images
Bukayo Saka hefur sprungið út á tímabilinu og fékk hann nýjan samning ásamt treyju númer 7 sem verðlaun fyrir frábærar frammistöður.

Saka er aðeins 18 ára gamall og á eftir að spila A-landsleik. Hann á erfitt val fyrir höndum sér á milli enska og nígeríska landsliðsins.

„Þetta er erfið ákvörðun. Ég er ánægður að hafa spilað fyrir yngri landslið Englands en ég er líka stoltur af tengslum mínum og fjölskyldu minnar við Nígeríu," sagði Saka.

„Ég hef hvorki fengið kall frá Nígeríu né Englandi en þegar það berst mun ég taka ákvörðun."

Saka er afar fjölhæfur leikmaður og hefur verið að spila sem vinstri bakvörður hjá Arsenal á tímabilinu. Hann hefur einnig spilað sem vængbakvörður og á báðum köntum.

Hann fær treyju númer 7 sem menn á borð við Robert Pires, Tomas Rosicky og David Rocastle klæddust á sínum tíma.

„Ég er afar spenntur fyrir sjöunni. Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um eftir allar goðsagnirnar sem hafa klæðst þessari treyju."
Athugasemdir
banner
banner
banner