Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. júlí 2021 15:31
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Draumabyrjun hjá Freysa
Freyr Alexandersson stýrði Lyngby til sigurs í fyrsta leiknum í dag
Freyr Alexandersson stýrði Lyngby til sigurs í fyrsta leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson stýrði Lyngby til sigurs í fyrsta leiknum í dönsku B-deildinni í dag en liðið lagði Nykobing að velli, 2-1.

Freyr var ráðinn í þjálfarastarfið í lok júní en hugmyndir hans og metnaður hans heillaði fólk hjá félaginu.

Hann stýrði liðinu í fyrsta sinn í dönsku B-deildinni í dag og náði í góðan 2-1 sigur.

Frederik Gytkjaer skoraði fyrsta markið á 26. mínútu en heimamenn svöruðu í upphafi síðari hálfleiks. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Rasmus Thellufsen sigurmark Lyngby. Dramatískur sigur í eldskírninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner