Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. júlí 2021 12:52
Brynjar Ingi Erluson
Rooney ætlar ekki að hætta með Derby - Þarf að styrkja hópinn
Wayne Rooney þarf leikmenn inn í félagið
Wayne Rooney þarf leikmenn inn í félagið
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County í ensku B-deildinni, er afar skuldbundinn félaginu og ætlar ekki að hætta með liðið þrátt fyrir erfiðar hindranir sem þarf að yfirstíga.

Derby var sett í félagagaskiptabann í síðasta mánuði fyrir brot á fjárhagsreglum EFL en sambandið ákvað þó að slaka aðeins á reglunum í ljósi þess að félagið er ekki með marga aðaliðsmenn í hópnum.

Félagið má því fá fimm leikmenn á frjálsri sölu eða á láni og hvetur Rooney því Derby til að vera með hraðar hendur á markaðnum.

Hann þurfti að spila með átta leikmenn sem eru án félags í æfingaleik gegn Salford City í gær vegna manneklu.

„Það er fólk sem þarf að taka stærri ákvarðanir en ég er fær um að gera og ég get ekki stýrt því. Eina sem ég get gert er að reyna að færa félaginu virðingu og eitthvað til að vera stolft af en það er ljóst að það hefur horfið síðustu ár og það er mitt verk að ná því til baka. Til þess að það sé hægt þá þarf hins vegar annað fólk að sinna starfi sínu," sagði Rooney.

„Þetta er ekki besta staðan og það er erfitt að vita til þess að ég hef ekki hugmynd um hvernig hópurinn verður eftir tvær vikur þegar deildin fer aftur af stað. Við getum og þurfum að leysa það."

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá væri það auðveldara fyrir stjóra í minni stöðu að ganga frá borði. Þetta er áskorun fyrir mig og ég er baráttuhundur. Ég er þakklátur Derby fyrir að gefa mér þetta tækifæri og ég mun gera allt til að koma félaginu í gegnum þetta

„Ef við getum ekki fengið leikmenn á næstu tveimur vikum þá veit ég ekki hvort við getum stillt upp lið fyrir tímabilið. Ég er ekki með einn miðvörð og ég er bara með tvo unga leikmenn í unglinga- og varaliðunum. Það yrði ómögulegt að stilla upp liði,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner