Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 25. júlí 2021 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjúkrabíll kallaður til á Víkingsvelli vegna Halla Björns
Haraldur Björnsson.
Haraldur Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, fékk þungt högg í leiknum sem núna stendur yfir gegn Víkingum í Pepsi Max-deildinni. Það þurfti að bera hann af velli.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Stjarnan

Stuttu eftir að Nikolaj Hansen kom Víkingum í 2-1, þá meiddist Haraldur illa.

„Stjarnan á aukaspyrnu. Nikolaj fer í Halla inn á teignum, markvörðurinn heldur utan um höfuðið og þarf aðhlynningu. Nikolaj var að reyna komast í fyrirgjöfina frá Karli en fór í Halla," skrifaði Sæbjörn Þór Steinke í beinni textalýsingu.

„Halli er að ljúka leik. Börurnar eru mættar inn á og Stjarnan þarf að gera skiptingu."

Það er sjúkrabíll kominn á Víkingsvöll til að flytja Harald af vellinum.

Vonandi er þetta ekki eins slæmt og það lítur út fyrir að vera, þá sérstaklega fyrir Stjörnuna. Haraldur er búinn að vera besti maður liðsins í sumar.

„Hann er búinn að vera lang, langbesti leikmaðurinn í liðinu á þessu tímabili," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.
Útvarpsþátturinn - Hugaðir Blikar og ÍBV gleður Eyjamenn eftir áfallið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner