Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. júlí 2022 18:35
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið ÍA og Fram: Jón Þór gerir fjórar breytingar - Albert byrjar gegn uppeldisfélaginu
Tobias Stagaard byrjar hjá Skagamönnum
Tobias Stagaard byrjar hjá Skagamönnum
Mynd: ÍA
ÍA og Fram eigast við í 14. umferð Bestu deildar karla í kvöld en leikurinn fer fram klukkan 19:15 og er spilaður á Norðuráls-vellinum á Akranesi.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 Fram

Skagamenn eru á botninum með 8 stig á meðan Fram situr í 8. sæti með 14 stig.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, gerir fjórar breytingar á sínu liði, en Tobias Kirstrup Stagaard spilar sinn fyrsta leik fyrir félagið og þá koma þeir Árni Salvar Heimisson, Eyþór Aron Wöhler og Kaj Leo í Bartalstovu inn.

Gísli Laxdal Unnarsson, Christian Köhler og Ingi Þór Sigurðsson kom allir á bekkinn en Benedikt Warén er ekki með í dag.

Jón Sveinsson gerir eina breytingu á liði Fram. Albert Hafsteinsson kemur inn fyrir Jannik Holmsgaard.
Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Tobias Stagaard
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
10. Steinar Þorsteinsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu
19. Eyþór Aron Wöhler
22. Árni Salvar Heimisson
39. Kristian Lindberg
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Albert Hafsteinsson
11. Almarr Ormarsson
11. Magnús Þórðarson
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
69. Brynjar Gauti Guðjónsson
71. Alex Freyr Elísson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner