Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. júlí 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Guðlaugur Victor mættur til Washington - Horfði á tapið gegn Montreal
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Schalke, verður kynntur sem leikmaður bandaríska liðsins D.C. United á næstu dögum, en hann horfði á liðið tapa fyrir Montreal, um helgina.

Eins og Fótbolti.net greindi frá á dögunum þá mun Guðlaugur Victor skrifa undir langtímasamning við D.C. United á næstu dögum, en félagið hefur náð samkomulagi við Schalke um kaup á leikmanninum.

Guðlaugur, sem er 31 árs gamall miðjumaður, hjálpaði Schalke að komast upp í efstu deild í Þýskalandi á síðustu leiktíð og var fyrirliði liðsins.

Hann var mættur á leik D.C. United og Montreal um helgina á Audi-leikvanginum og skoðaði borgina, en Steven Goff greinir frá þessu á Twitter.

Íslenski landsliðsmaðurinn þekkir vel til í Bandaríkjunum en hann spilaði með New York Red Bulls árið 2012.

Wayne Rooney, sem er bæði markahæsti leikmaður Englands og Manchester United frá upphafi, er þjálfari D.C. United.
Athugasemdir
banner
banner
banner