Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mán 25. júlí 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Guðlaugur Victor mættur til Washington - Horfði á tapið gegn Montreal
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Schalke, verður kynntur sem leikmaður bandaríska liðsins D.C. United á næstu dögum, en hann horfði á liðið tapa fyrir Montreal, um helgina.

Eins og Fótbolti.net greindi frá á dögunum þá mun Guðlaugur Victor skrifa undir langtímasamning við D.C. United á næstu dögum, en félagið hefur náð samkomulagi við Schalke um kaup á leikmanninum.

Guðlaugur, sem er 31 árs gamall miðjumaður, hjálpaði Schalke að komast upp í efstu deild í Þýskalandi á síðustu leiktíð og var fyrirliði liðsins.

Hann var mættur á leik D.C. United og Montreal um helgina á Audi-leikvanginum og skoðaði borgina, en Steven Goff greinir frá þessu á Twitter.

Íslenski landsliðsmaðurinn þekkir vel til í Bandaríkjunum en hann spilaði með New York Red Bulls árið 2012.

Wayne Rooney, sem er bæði markahæsti leikmaður Englands og Manchester United frá upphafi, er þjálfari D.C. United.
Athugasemdir