Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. júlí 2022 17:50
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo á leið til Manchester - Fundar með félaginu á næstu dögum
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo er nú á leið aftur til Manchester-borgar til að ræða framtíð sína hjá Man Utd en það er Athletic sem greinir frá.

Ronaldo, sem er 37 ára gamall, hefur ekki enn æft undir stjórn Erik ten Hag, en hann ferðaðist ekki með liðinu til Ástralíu og Taílands í æfingabúðir eins og restin af leikmannahópnum.

Félagið greindi frá því að Ronaldo væri ekki með af fjölskylduástæðum en hann hefur haldið sér við í heimalandi sínu síðustu vikur.

Athletic segir frá því í dag að Ronaldo snýr aftur til Manchester-borgar í dag og mun funda með félaginu framtíð sína, en hann hefur þegar tjáð félaginu að hann vilji fara og vonast til að það samþykki sanngjörn tilboð í sig.

United hefur hingað til sagt að hann sé ekki til sölu og lítur Ten Hag á Ronaldo sem mikilvægan part af leikmannahópnum.

Ekki er ljóst hvort hann æfi með liðinu á morgun en hann mun að minnsta kosti ræða við Ten Hag á næstu dögum. United telur það jákvætt skref að Ronaldo sé á leið aftur til Manchester og segja heimildarmenn Athletic að það sé afar líklegt að hann verði áfram en málin ættu að skýrast betur í vikunni.

Spænskir miðlar segja Atlético Madríd hafa mikinn áhuga á að fá Ronaldo og er þar einnig haldið fram að United væri til í að lána hann í eitt tímabil með því skilyrði að hann framlengi samning sinn til 2024. Hann hefur einnig verið orðaður við Bayern München, Chelsea, Roma og Sporting.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner