„Breiðablik voru þvílíkt flottir í þessum leik. Þeir spila mjög góðan bolta á sínu gervigrasi. Það er þvílíkt sterkt hjá okkur að ná í 0-2 sigur hér," sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir sigur FC Kaupmannahafnar gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.
„Þetta var skemmtileg upplifun."
„Þetta var skemmtileg upplifun."
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 2 FCK
Ísak kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik en þegar kom inn á þá virtist hópur af áhorfendum baula á Skagamanninn unga - af hverju er ekki vitað. Ísak heyrði það ekki sjálfur.
„Ég heyrði bara þvílík fagnaðarlæti þegar ég kom inn á og það var mjög skemmtilegt að heyra það frá stuðningsmönnum Breiðabliks. Það var mjög skemmtilegt," sagði Ísak.
Ísak var spurður út í baráttu sína við Gísla Eyjólfsson, en hann fékk gult spjald fyrir brot á Gísla.
„Við erum búnir að spjalla, við erum góðir vinir. Hann hefur oft átt svona tæklingar í leikjum en svo er hann þvílíkt góður drengur utan vallar. Vonandi er ég alveg eins," sagði Ísak en hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan. Hann sagði að lokum: „Breiðablik geta verið mjög stoltir af sinni frammistöðu."
Athugasemdir