Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   þri 25. júlí 2023 23:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Bergmann: Heyrði bara þvílík fagnaðarlæti þegar ég kom inn á
Ísak á bekknum fyrir leikinn.
Ísak á bekknum fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Breiðablik voru þvílíkt flottir í þessum leik. Þeir spila mjög góðan bolta á sínu gervigrasi. Það er þvílíkt sterkt hjá okkur að ná í 0-2 sigur hér," sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir sigur FC Kaupmannahafnar gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

„Þetta var skemmtileg upplifun."

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FCK

Ísak kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik en þegar kom inn á þá virtist hópur af áhorfendum baula á Skagamanninn unga - af hverju er ekki vitað. Ísak heyrði það ekki sjálfur.

„Ég heyrði bara þvílík fagnaðarlæti þegar ég kom inn á og það var mjög skemmtilegt að heyra það frá stuðningsmönnum Breiðabliks. Það var mjög skemmtilegt," sagði Ísak.

Ísak var spurður út í baráttu sína við Gísla Eyjólfsson, en hann fékk gult spjald fyrir brot á Gísla.

„Við erum búnir að spjalla, við erum góðir vinir. Hann hefur oft átt svona tæklingar í leikjum en svo er hann þvílíkt góður drengur utan vallar. Vonandi er ég alveg eins," sagði Ísak en hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan. Hann sagði að lokum: „Breiðablik geta verið mjög stoltir af sinni frammistöðu."
Athugasemdir
banner
banner