Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 25. júlí 2023 23:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Bergmann: Heyrði bara þvílík fagnaðarlæti þegar ég kom inn á
Ísak á bekknum fyrir leikinn.
Ísak á bekknum fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Breiðablik voru þvílíkt flottir í þessum leik. Þeir spila mjög góðan bolta á sínu gervigrasi. Það er þvílíkt sterkt hjá okkur að ná í 0-2 sigur hér," sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir sigur FC Kaupmannahafnar gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

„Þetta var skemmtileg upplifun."

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FCK

Ísak kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik en þegar kom inn á þá virtist hópur af áhorfendum baula á Skagamanninn unga - af hverju er ekki vitað. Ísak heyrði það ekki sjálfur.

„Ég heyrði bara þvílík fagnaðarlæti þegar ég kom inn á og það var mjög skemmtilegt að heyra það frá stuðningsmönnum Breiðabliks. Það var mjög skemmtilegt," sagði Ísak.

Ísak var spurður út í baráttu sína við Gísla Eyjólfsson, en hann fékk gult spjald fyrir brot á Gísla.

„Við erum búnir að spjalla, við erum góðir vinir. Hann hefur oft átt svona tæklingar í leikjum en svo er hann þvílíkt góður drengur utan vallar. Vonandi er ég alveg eins," sagði Ísak en hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan. Hann sagði að lokum: „Breiðablik geta verið mjög stoltir af sinni frammistöðu."
Athugasemdir