Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 25. júlí 2023 23:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Bergmann: Heyrði bara þvílík fagnaðarlæti þegar ég kom inn á
Ísak á bekknum fyrir leikinn.
Ísak á bekknum fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Breiðablik voru þvílíkt flottir í þessum leik. Þeir spila mjög góðan bolta á sínu gervigrasi. Það er þvílíkt sterkt hjá okkur að ná í 0-2 sigur hér," sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir sigur FC Kaupmannahafnar gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

„Þetta var skemmtileg upplifun."

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FCK

Ísak kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik en þegar kom inn á þá virtist hópur af áhorfendum baula á Skagamanninn unga - af hverju er ekki vitað. Ísak heyrði það ekki sjálfur.

„Ég heyrði bara þvílík fagnaðarlæti þegar ég kom inn á og það var mjög skemmtilegt að heyra það frá stuðningsmönnum Breiðabliks. Það var mjög skemmtilegt," sagði Ísak.

Ísak var spurður út í baráttu sína við Gísla Eyjólfsson, en hann fékk gult spjald fyrir brot á Gísla.

„Við erum búnir að spjalla, við erum góðir vinir. Hann hefur oft átt svona tæklingar í leikjum en svo er hann þvílíkt góður drengur utan vallar. Vonandi er ég alveg eins," sagði Ísak en hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan. Hann sagði að lokum: „Breiðablik geta verið mjög stoltir af sinni frammistöðu."
Athugasemdir
banner
banner
banner