Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 25. júlí 2024 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Viktor Örn Margeirsson býður sálfræðiþjónustu fyrir íþróttafólk
Sara Björk viðmælandi í hlaðvarpsætti
Viktor Örn Margeirsson.
Viktor Örn Margeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrr í vikunni opnuðu íþróttamennirnir og sálfræðingarnir Hjálmtýr Alfreðsson og Viktor Örn Margeirsson fyrirtækið Hugrænn styrkur ehf. Þar bjóða þeir upp á sálfræðiþjónustu fyrir afreksfólk en einnig halda þeir úti hlaðvarpi með því markmiði að opna umræðuna um andlegu hlið íþróttanna.

Nú þegar hafa þeir tekið upp nokkra þætti sem fara í loftið á næstu vikum en Hugrænn styrkur leggur áherslu á að ræða andlegu hliðina við afreksfólk og fá fræðifólk til að ræða áhugaverð málefni.

Í fyrsta þætti af hlaðvarpinu var engin önnur en Sara Björk Gunnarsdóttir. Sara Björk er samningslaus og er enn að leita sér af nýju félagi til að spila með á næstu leiktíð. Í þættinum var farið yfir hennar feril og þá rætt um bæði gleðina sem og erfiðleikana sem fylgja knattspyrnunni.

Hún talaði um góða en erfiða tíma þegar hún spilaði hjá Wolfsburg. Sara Björk eignaðist sitt fyrsta barn fyrir nokkrum árum og lenti í kjölfarið í erfiðum aðstæðum hjá Lyon vegna óléttunnar og fékk ekki þann stuðning sem hún þurfti þar sem liðið hætti meðal annars að borga henni laun.

Í þættinum má heyra hvernig Sara Björk hefur þurft að takast á erfiðum aðstæðum, þar á meðal við kvíða og hvernig hún tekst á við kvíða sem afrekskona í fótbolta.

Markmiðið er að veita aðgengilega og faglega sálfræðiaðstoð fyrir fólk sem vill reyna að skara fram úr í sínu fagi eða vantar sálfræðiaðstoð við persónulegum.

Einnig er boðið upp á námskeið fyrir hópa, íþróttafélög,fræðslumyndbönd sem og einstaklingsviðtöl fyrir fólk sem telur sig geta nýtt þjónustuna
Athugasemdir
banner
banner
banner