Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 25. ágúst 2019 16:34
Helga Katrín Jónsdóttir
Anna María: Við hefðum þurft að nýta færin betur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram 15. umferð í Pepsi-Max deild kvenna og á Kópavogsvelli tók Breiðablik á móti Stjörnunni og unnu verðskuldað 2:0. Anna María, fyrirliði Stjörnunnar, var frekar svekkt í leikslok:

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

"Svona allt í lagi spilaður leikur hjá okkur fannst mér. Við áttum þó að fá víti þarna í byrjun og það hefði breytt leiknum. Hún fór þarna í Sigrúnu sem datt og þá hefðum við kannski komist í 1:0 en annars hefðum við mátt halda þeim í núllinu aðeins lengur og ekki fá á okkur mark í fyrri hálfleik að mínu mati."

"Svo áttum svona 2-3 góð færi sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Það hefði alveg skipt máli."

"Við spiluðum 2 kerfi. Fyrra kerfið 3-5-2  er alveg nýtt fyrir okkur og mér fannst við alveg spila vel í því. Í seinni hálfleik var mikið miðjumoð og ekkert mikið af færum. Við hefðum alveg mátt skapa okkur meira í seinni hálfleik fannst mér. Svo hefðum við bara þurft að nýta færin betur í leiknum."

Næsti leikur liðsins er við Keflavík en sá leikur fer fram 8. september að loknu landsleikjahlé. Hvað þurfa þær að gera til þess að tryggja sér stigin þrjú í þeim leik?

"Þá þurfum við bara að nýta færin fyrst og fremst og halda áfram að vera skipulagðar og þéttar og færa liðið saman upp og bara kannski búa okkur til fleiri færi."

Viðtalið við Önnu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner