Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Cecilía: Erum búnar að hugsa um það síðan við komumst á EM
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
banner
   sun 25. ágúst 2019 16:34
Helga Katrín Jónsdóttir
Anna María: Við hefðum þurft að nýta færin betur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fór fram 15. umferð í Pepsi-Max deild kvenna og á Kópavogsvelli tók Breiðablik á móti Stjörnunni og unnu verðskuldað 2:0. Anna María, fyrirliði Stjörnunnar, var frekar svekkt í leikslok:

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

"Svona allt í lagi spilaður leikur hjá okkur fannst mér. Við áttum þó að fá víti þarna í byrjun og það hefði breytt leiknum. Hún fór þarna í Sigrúnu sem datt og þá hefðum við kannski komist í 1:0 en annars hefðum við mátt halda þeim í núllinu aðeins lengur og ekki fá á okkur mark í fyrri hálfleik að mínu mati."

"Svo áttum svona 2-3 góð færi sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Það hefði alveg skipt máli."

"Við spiluðum 2 kerfi. Fyrra kerfið 3-5-2  er alveg nýtt fyrir okkur og mér fannst við alveg spila vel í því. Í seinni hálfleik var mikið miðjumoð og ekkert mikið af færum. Við hefðum alveg mátt skapa okkur meira í seinni hálfleik fannst mér. Svo hefðum við bara þurft að nýta færin betur í leiknum."

Næsti leikur liðsins er við Keflavík en sá leikur fer fram 8. september að loknu landsleikjahlé. Hvað þurfa þær að gera til þess að tryggja sér stigin þrjú í þeim leik?

"Þá þurfum við bara að nýta færin fyrst og fremst og halda áfram að vera skipulagðar og þéttar og færa liðið saman upp og bara kannski búa okkur til fleiri færi."

Viðtalið við Önnu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner