Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. ágúst 2019 10:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
De Gea kostaði United í gær - Stuðningsmenn búnir að fá nóg
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði í gær gegn Crystal Palace á heimavelli í 3. umferð ensku úrvasldeildarinnar.

Jordan Ayew kom Crystal Palace yfir í fyrri hálfleik. Daniel James jafnaði leikinn seint í venjulegum leiktíma en í uppbótartíma skoraði Patrick van Aanholt sigurmark Palace.

Sigurmarkið kom á 93. mínútu og kom það eftir að Wilfried Zaha komst inn í vítateig United, varnarmenn United náðu boltanum af honum en van Aanholt var réttur maður á réttum stað og þrumaði á markið.

Spurningarmerki er sett við David de Gea í marki United. Fyrirliði United fékk skotið tiltölulega beint á sig, af stuttu færi og á nærstöngina. De Gea varði boltann í netið.

Vefsíðan Caughtoffside hefur tekið saman tíst frá reiðum stuðningsmönnum United sem kalla eftir því að de Gea verði seldur og Sergio Romero, varamarkvörður, verði notaður í staðinn.







Athugasemdir
banner
banner
banner