Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 25. ágúst 2021 16:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um Eið Smára: Getum ekki hagað okkur hvernig sem er
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari landsliðsins, var í sumar sendur í tímabundið leyfi og fékk skriflega áminningu frá knattspyrnusambandinu.

Sjá einnig:
Eiður fékk skriflega áminningu og fer í tímabundið leyfi (16. júní)

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var spurður út í Eið Smára í viðtali hér á Fótbolti.net í dag.

„Okkar samstarf hefur alltaf verið mjög gott, rauði þráðurinn í gegnum það er vinátta. Við höfum verið vinir í mörg mörg ár, spiluðum saman í landsliðinu og saman í Belgíu. Við vinnum vel saman af því að við erum vinir. Það er ekkert alltaf auðvelt en það er gott að því leytinu til að við getum rifist um ákveðna leikmenn og erum alls ekki alltaf sammála hverjir eiga að vera valdir, stundum vinnur hann og stundum vinn ég þær umræður," sagði Arnar.

„Ef við eigum að ræða hans mál og það sem gerist núna í sumar, þá eru það tvær mismunandi stöður frá mínu sjónarhorni. Öðru leytinu er þetta vinur þinn sem er í smá veseni, þú vilt standa með vini þínum og gera allt sem þú getur til að hjálpa honum. Að hinu leytinu erum við í miklvægari vinnu, mikilvægari stöðu og getum ekki leyft okkur að haga okkur hvernig sem er. Báðar þessar hliðar hef ég rætt við Eið Smára, sem vinur og svo hinu megin frá að þetta sé ekki í boði; við þurfum að standa okkur í starfi. KSÍ tók síðan bara á því máli, hann fékk þessa skriflega viðvörun og var sendur í leyfi til þess að sortera sín vandamál. Hvernig svo sem hann gerir það í persónulegu lífi sínu ætla ég ekki að tjá mig um, hann verður að gera það sjálfur ef hann vill. Mér finnst líka mjög mikilvægt að fólk fái að halda því hjá sér, við þurfum ekki að henda í því í öll podcöst," sagði Arnar.

Vísir ræddi stuttlega við Eið Smára sjálfan og má sjá það hér að neðan.

Hægt er að hlusta á allt hlaðvarpið með Arnari hér að neðan.


Kafað dýpra í landsliðsvalið með þjálfaranum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner