Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
   sun 25. ágúst 2024 16:49
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Mikilvægir sigrar hjá Víkingi og KF
Mynd: Guðný Ágústsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í 2. deild karla þar sem vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttunni á meðan Víkingur Ó. sigraði í toppbaráttunni.

KF tók á móti Reyni Sandgerði í botnslag deildarinnar og nældi sér í þrjú stig til að bæta möguleika sína í fallbaráttunni.

Jordan Damachoua skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en Kristófer Dan Þórðarson gerði jöfnunarmark fyrir Sandgerðinga á 82. mínútu.

KF gafst þó ekki upp og tókst að gera sigurmark í uppbótartíma, þar sem Vitor Vieira Thomas skoraði á 94. mínútu.

KF er með 18 stig eftir 19 umferðir, aðeins einu stigi frá öruggu sæti í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Reynir er svo gott sem fallinn, með 11 stig.

Víkingur Ó. er þá kominn upp í annað sæti deildarinnar eftir frábæran sigur á Egilsstöðum.

Björn Axel Guðjónsson skoraði tvennu í fyrri hálfleik áður en Árni Veigar Árnason minnkaði muninn og hélst staðan 1-2 allt þar til Gary Martin innsiglaði sigur Ólsara á 73. mínútu.

Víkingur er með 35 stig eftir 19 umferðir en getur misst annað sætið síðar í dag þegar Völsungur og Þróttur V. mæta til leiks.

KF 2 - 1 Reynir S.
1-0 Jordan Damachoua ('41 )
1-1 Kristófer Dan Þórðarson ('82 )
2-1 Vitor Vieira Thomas ('90 )

Höttur/Huginn 1 - 3 Víkingur Ó.
0-1 Björn Axel Guðjónsson ('11 )
0-2 Björn Axel Guðjónsson ('38 )
1-2 Árni Veigar Árnason ('39 )
1-3 Gary John Martin ('73 )
Athugasemdir
banner
banner
banner