Tveir fyrstu leikir dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefjast eftir klukkustund og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
Wolves tekur á móti Chelsea í áhugaverðum slag þar sem Gary O'Neil gerir eina breytingu frá tapinu gegn Arsenal í fyrstu umferð. Brasilíumaðurinn öflugi Mateus Cunha kemur inn í sóknarlínuna fyrir Rodrigo Gomes.
Enzo Maresca þjálfari Chelsea gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Manchester City í fyrstu umferð, þar sem Noni Madueke og Mykhailo Mudryk koma inn í byrjunarliðið fyrir Romeo Lavia og Christopher Nkunku. Lavia er meiddur og Nkunku sest á bekkinn.
Pedro Neto og Joao Felix eru báðir á stjörnum prýddum varamannabekk Chelsea. Neto fær hér tækifæri til að spila gegn sínum fyrrum vinnuveitendum skömmu eftir félagaskiptin. Raheem Sterling er ekki í hóp frekar en í fyrstu umferð.
Bournemouth mætir þá Newcastle og gerir Andoni Iraola fimm breytingar á byrjunarliði heimamanna, þar sem brasilíski framherjinn Evanilson fær sinn fyrsta byrjunarliðsleik eftir að hafa verið keyptur til félagsins fyrir metfé.
Marcos Senesi, Ryan Christie, Justin Kluivert og Julian Araujo koma einnig inn í byrjunarliðið fyrir Dean Huijsen, Adam Smith, Dango Ouattara, Alex Scott og Luis Sinisterra. Bournemouth gerði jafntefli við Nottingham Forest í fyrstu umferð.
Eddie Howe gerir tvær breytingar á liði Newcastle sem sigraði Southampton í fyrstu umferð þrátt fyrir að spila stærsta hluta leiksins einum færri.
Emil Krafth og Lloyd Kelly koma inn í byrjunarliðið fyrir Fabian Schär og Lewis Hall.
Wolves: Sa, Doherty, Mosquera, Toti, Ait-Nouri, Bellegarde, Lemina, Gomes, Cunha, Hwang, Strand Larsen.
Varamenn: Bentley, Bueno, Traore, Podence, Dawson, R. Gomes, Doyle, Sarabia, Guedes.
Chelsea: Sanchez; Gusto, Fofana, Colwill, Cucurella; Caicedo, Enzo; Madueke, Palmer, Mudryk; Jackson
Varamenn: Jorgensen, Tosin, Badiashile, Veiga, Dewsbury-Hall, Neto, Nkunku, Joao Felix, Guiu
Bournemouth: Neto, Araujo, Zabarnyi, Senesi, Kerkez, Christie, Cook, Semenyo, Kluivert, Tavernier, Evanilson.
Varamenn: Travers, Smith, Huijsen, Hill, Scott, Ouattara, Jebbison, Anthony, Sinisterra.
Newcastle: Pope, Livramento, Krafth, Burn, Kelly, Longstaff, Guimaraes, Joelinton, Murphy, Isak, Gordon.
Varamenn: Ruddy, Murphy, Trippier, Hall, Targett, Willock, Barnes, Almiron, Osula.
Athugasemdir