Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
   sun 25. ágúst 2024 16:47
Sævar Þór Sveinsson
Guðni: Betra liðið vann í dag
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tapaði 4-2 gegn Val á Kaplakrikavelli í dag. Liðin mættust í síðustu umferð Bestu deild kvenna áður en deildinni er svo skipt í tvo hluta.


Lestu um leikinn: FH 2 -  4 Valur

Betra liðið vann í dag, það er bara svoleiðis. Þær eru með ofboðslega mikil einstaklingsgæði. Þær refsuðu okkur bara og unnu heilt yfir sanngjarnan sigur.

Já, það er alltaf hægt að týna eitthvað jákvætt í öllum leikjum. Þetta er úrslitamiðaður leikur og við töpum þannig það er svekkjandi.

FH hefur verið að spila 3-2-4-1 leikkerfi í sumar en í dag spiluðu þær 4-1-3-2 og var Guðni því spurður út í þessar taktísku breytingar.

Við vorum að mæta Val og vorum að sækja Önnu Nurmi sem er bakvörður að upplagi og vildum nýta það. Við spiluðum þetta kerfi í seinni hálfleik á móti Keflavík sem að reyndist mjög vel. Þannig við héldum uppteknum hætti áfram og það var ágætis jafnræði á löngum köflum í fyrri hálfleik og við náum inn góðu marki og það var gott.

Breukelen Woodard, leikmaður FH, lenti í slæmum meiðslum á hné undir lok fyrri hálfleiks.

Það að missa Breuk sló okkur bara út af laginu. Alvarleiki meiðslanna sömuleiðis. Þannig já þetta sló svolítið taktinn úr okkur.

Þetta lítur alls ekki vel út. Hún virðist hafa fest sig í grasinu og það kom einhver slingur hné. Hún fann fyrir því að eitthvað gaf sig. Þannig það veit ekki á gott.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner