Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   sun 25. ágúst 2024 16:47
Sævar Þór Sveinsson
Guðni: Betra liðið vann í dag
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tapaði 4-2 gegn Val á Kaplakrikavelli í dag. Liðin mættust í síðustu umferð Bestu deild kvenna áður en deildinni er svo skipt í tvo hluta.


Lestu um leikinn: FH 2 -  4 Valur

Betra liðið vann í dag, það er bara svoleiðis. Þær eru með ofboðslega mikil einstaklingsgæði. Þær refsuðu okkur bara og unnu heilt yfir sanngjarnan sigur.

Já, það er alltaf hægt að týna eitthvað jákvætt í öllum leikjum. Þetta er úrslitamiðaður leikur og við töpum þannig það er svekkjandi.

FH hefur verið að spila 3-2-4-1 leikkerfi í sumar en í dag spiluðu þær 4-1-3-2 og var Guðni því spurður út í þessar taktísku breytingar.

Við vorum að mæta Val og vorum að sækja Önnu Nurmi sem er bakvörður að upplagi og vildum nýta það. Við spiluðum þetta kerfi í seinni hálfleik á móti Keflavík sem að reyndist mjög vel. Þannig við héldum uppteknum hætti áfram og það var ágætis jafnræði á löngum köflum í fyrri hálfleik og við náum inn góðu marki og það var gott.

Breukelen Woodard, leikmaður FH, lenti í slæmum meiðslum á hné undir lok fyrri hálfleiks.

Það að missa Breuk sló okkur bara út af laginu. Alvarleiki meiðslanna sömuleiðis. Þannig já þetta sló svolítið taktinn úr okkur.

Þetta lítur alls ekki vel út. Hún virðist hafa fest sig í grasinu og það kom einhver slingur hné. Hún fann fyrir því að eitthvað gaf sig. Þannig það veit ekki á gott.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner