Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   sun 25. ágúst 2024 16:47
Sævar Þór Sveinsson
Guðni: Betra liðið vann í dag
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tapaði 4-2 gegn Val á Kaplakrikavelli í dag. Liðin mættust í síðustu umferð Bestu deild kvenna áður en deildinni er svo skipt í tvo hluta.


Lestu um leikinn: FH 2 -  4 Valur

Betra liðið vann í dag, það er bara svoleiðis. Þær eru með ofboðslega mikil einstaklingsgæði. Þær refsuðu okkur bara og unnu heilt yfir sanngjarnan sigur.

Já, það er alltaf hægt að týna eitthvað jákvætt í öllum leikjum. Þetta er úrslitamiðaður leikur og við töpum þannig það er svekkjandi.

FH hefur verið að spila 3-2-4-1 leikkerfi í sumar en í dag spiluðu þær 4-1-3-2 og var Guðni því spurður út í þessar taktísku breytingar.

Við vorum að mæta Val og vorum að sækja Önnu Nurmi sem er bakvörður að upplagi og vildum nýta það. Við spiluðum þetta kerfi í seinni hálfleik á móti Keflavík sem að reyndist mjög vel. Þannig við héldum uppteknum hætti áfram og það var ágætis jafnræði á löngum köflum í fyrri hálfleik og við náum inn góðu marki og það var gott.

Breukelen Woodard, leikmaður FH, lenti í slæmum meiðslum á hné undir lok fyrri hálfleiks.

Það að missa Breuk sló okkur bara út af laginu. Alvarleiki meiðslanna sömuleiðis. Þannig já þetta sló svolítið taktinn úr okkur.

Þetta lítur alls ekki vel út. Hún virðist hafa fest sig í grasinu og það kom einhver slingur hné. Hún fann fyrir því að eitthvað gaf sig. Þannig það veit ekki á gott.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir