Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   sun 25. ágúst 2024 16:47
Sævar Þór Sveinsson
Guðni: Betra liðið vann í dag
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tapaði 4-2 gegn Val á Kaplakrikavelli í dag. Liðin mættust í síðustu umferð Bestu deild kvenna áður en deildinni er svo skipt í tvo hluta.


Lestu um leikinn: FH 2 -  4 Valur

Betra liðið vann í dag, það er bara svoleiðis. Þær eru með ofboðslega mikil einstaklingsgæði. Þær refsuðu okkur bara og unnu heilt yfir sanngjarnan sigur.

Já, það er alltaf hægt að týna eitthvað jákvætt í öllum leikjum. Þetta er úrslitamiðaður leikur og við töpum þannig það er svekkjandi.

FH hefur verið að spila 3-2-4-1 leikkerfi í sumar en í dag spiluðu þær 4-1-3-2 og var Guðni því spurður út í þessar taktísku breytingar.

Við vorum að mæta Val og vorum að sækja Önnu Nurmi sem er bakvörður að upplagi og vildum nýta það. Við spiluðum þetta kerfi í seinni hálfleik á móti Keflavík sem að reyndist mjög vel. Þannig við héldum uppteknum hætti áfram og það var ágætis jafnræði á löngum köflum í fyrri hálfleik og við náum inn góðu marki og það var gott.

Breukelen Woodard, leikmaður FH, lenti í slæmum meiðslum á hné undir lok fyrri hálfleiks.

Það að missa Breuk sló okkur bara út af laginu. Alvarleiki meiðslanna sömuleiðis. Þannig já þetta sló svolítið taktinn úr okkur.

Þetta lítur alls ekki vel út. Hún virðist hafa fest sig í grasinu og það kom einhver slingur hné. Hún fann fyrir því að eitthvað gaf sig. Þannig það veit ekki á gott.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner