Marco Silva þjálfari Fulham er mjög ósáttur með stöðuna sem hefur myndast hjá félaginu í sumar.
Fulham hefur ekki tekist að landa nema einum leikmanni hingað til í sumarglugganum - markverðinum Benjamin Lecomte sem kostaði hálfa milljón evra.
„Sem þjálfari vil ég alltaf bæta liðið mitt en núna erum við í þannig stöðu að þetta snýst ekki endilega um að bæta hópinn lengur, við þurfum einfaldlega fleiri leikmenn. Við þurfum að breikka hópinn. Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera, hvort sem við viljum það eða ekki," sagði Silva á fréttamannafundi.
„Við höfum verið alltof passívir á leikmannamarkaðnum. Auðvitað bjóst ég ekki við því en það er eins og það er, markaðurinn getur verið erfiður.
„Við erum ekki með næga breidd í nokkrum stöðum en við viljum vera með hóp þar sem leikmenn eru að berjast um byrjunarliðssæti. Við viljum geta verið með leikmenn á bekknum sem eru hæfir til að spila úrvalsdeildarleik."
Fulham er ekki búið að selja leikmenn í sumar en Carlos Vinícius og Willian eru yfirgáfu félagið á frjálsri sölu.
„Það var plan til staðar en okkur hefur ekki tekist að standa við það. Núna höfum við til lok mánaðar til að bjarga stöðunni."
Fulham byrjar nýtt úrvalsdeildartímabil á útivelli gegn Brighton í dag.
03.08.2025 09:30
Marco Silva lofar kaupum í sumar
Athugasemdir