Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Mikael Egill skoraði fyrir unglingalið Spal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Egill Ellertsson, 18 ára miðjumaður Spal, skoraði sitt fyrsta mark fyrir unglingaliðið í 2-1 sigri gegn Sassuolo í bikarnum.

Mikael Egill gerði fyrsta mark leiksins eftir vel tímasett hlaup inn í teig og góða fyrirgjöf frá vinstri kanti.

Hann hefur verið að gera góða hluti á Ítalíu og átti þátt í marki Spal í 1-1 jafntefli gegn Genoa í deildinni síðasta laugardag. Næsti leikur liðsins er á heimavelli gegn Inter á morgun.

Mikael er uppalinn hjá Fram og spilaði tólf leiki með meistaraflokki þegar hann var aðeins 16 ára gamall sumarið 2018.

Mikael á 26 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og er gríðarlega efnilegur.

Markið sem hann skoraði í bikarnum má sjá eftir mínútu af þessu myndbandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner