Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 25. september 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Valdimar Þór ánægður með byrjunina hjá Stromsgödset
Valdimar Þór Ingimundarson fagnar marki með Fylki í sumar.
Valdimar Þór Ingimundarson fagnar marki með Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór Ingimundarson er ánægður með fyrstu daga sína hjá norska félaginu Stromsgödet. Valdimar kom til Stromsgödset frá Fylki á dögunum og spilaði sinn fyrsta leik þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Sandefjord í markalausu jafntefli.

„Það var gott að byrja. Mér fannst ég standa mig ágætlega. Þetta var hvorki slæmt né gott," sagði Valdimar í viðtali við heimasíðu Stromsgödset.

Stromsgödset er í 12. sæti í norsku úrvalsdeildinni af sextán liðum en sex stig eru í fallsvæðið. Valdimar er spenntur fyrir síðari hluta tímabils með liðinu.

„Ég þarf að komast meira inn í hlutina til að líða eins og ég sé hundrað prósent öruggur. Það tekur tíma að venjast öllu en mér líður betur og betur með hverjum deginum."

„Ég er mjög ánægður með að vera hér. Þetta er gott félag með mikið af góðu fólki. Mér hefur verið tekið opnum örmum frá fyrstu mínútu og það var gaman að fá svona góðar móttökur."


Varnarmaðurinn Ari Leifsson kom einnig til Stromsgödset frá Fylki síðastliðinn vetur.

„Við spiluðum saman í tíu ár og við þekkjumst vel og erum góðir vinir. Það er mjög gott að hafa hann hér. Hann hefur hjálpað mér að komast hraðar inn í hlutina," sagði Valdimar.
Athugasemdir
banner
banner