Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. september 2022 09:12
Elvar Geir Magnússon
Ætla ekki að færa leikmenn úr A-landsliðinu í U21
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ sendi frá sér í morgun viðtal við Arnar Þór Viðarsson, þjálfara A-landsliðs karla. Í því viðtali virðist það ansi skýrt að enginn af þeim sjö leikmönnum sem eru á U21 aldri og eru í A-landsliðshópnum verði færðir í U21 liðið.

Hann talar um að allir leikmennirnir séu í mikilvægum hlutverkum hjá sér og verði það á þriðjudaginn þegar leikið verður gegn Albaníu. Ísland á ekki lengur möguleika á því að komast upp í A-deildina og talað um leikinn sem æfingaleik.

Arnar sjálfur segir að góð úrslit þýði möguleiki á að vera í 2. styrkleikaflokki fyrir EM 2024 dráttinn í næsta mánuði og svo varaleið inn á lokakeppnina í gegnum Þjóðadeildarumspilið.

Mikil umræða hefur verið um að réttast sé að styrkja U21-landsliðið með leikmönnum úr A-hópnum en U21 liðið leikur á þriðjudag seinni leikinn gegn Tékkum í umspili um sæti í lokakeppni EM. Margir telja það hag íslenska fótboltans að U21 liðið, sem tapaði 1-2 í fyrri leiknum, komist á EM.

Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Lucas Guðjohnsen, Þórir Jóhann Helgason og Mikael Egill Ellertsson eru allir löglegir með U21 landsliðinu en eru í A-hópnum. Einnig markverðirnir Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson.



Hér má sjá brot af umræðunni á Twitter:


Mun Víkingur stinga af í Bestu deildinni?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner