Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 25. september 2023 19:43
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Þeir hafa tapað fleiri leikjum í sumar en við á þremur árum
Úr leiknum sem nú stendur yfir á Kópavogsvelli.
Úr leiknum sem nú stendur yfir á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir erkifjendaslaginn gegn Breiðabliki sem nú er í gangi á Kópavogsvellinum.

Mikill ríkur er milli liðanna og sagði Arnar í viðtalinu eða það væri himinn og haf milli leikstíla liðanna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Ég verð að viðurkenna það að mér finnst rosalega erfitt að átta mig á þessu Blikaliði í dag. Þeir eiga góðar frammistöður inn á milli en hafa tapað óheyrilega mikið af leikjum í sumar. Þeir hafa tapað tólf leikjum í deild, bikar og Evrópu sem er held ég meira en Víkingur hefur tapað á þremur árum," sagði Arnar fyrir leikinn.

„Vanalega þegar þú tapar svona mörgum leikjum á einu tímabili þá ertu ekki með rosalega mikið sjálfstraust en einhverra hluta vegna er verið að spinna söguna þannig að liðið lítur út fyrir að vera með bullandi sjálfstraust. Það er hættulegt fyrir mig ef þeir trúa því. Þeir eru með hörkulið og við þurfum að brjóta þá á bak aftur eins og við höfum gert í sumar."
Athugasemdir
banner
banner