Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
banner
   mán 25. september 2023 10:46
Elvar Geir Magnússon
Drullaði yfir dómara eftir að hafa tekið þátt í herferð um að sýna þeim virðingu
Jermaine Jenas segir að dómararnir séu að eyðileggka fótboltann.
Jermaine Jenas segir að dómararnir séu að eyðileggka fótboltann.
Mynd: Getty Images
Jermaine Jenas sjónvarpsmaður hjá BBC og fyrrum leikmaður var fyrir nokkrum vikum andlit auglýsingaherferðar þar sem kallað var eftir því að störfum dómara yrði sýnd virðing.

Hann missti sig síðan algjörlega á samfélagsmiðlum í gær þegar Arsenal fékk vítaspyrnu gegn hans fyrrum félagi, Tottenham.

Hann talaði um skítadómgæslu á X-inu (áður Twitter) og sagði að dómararnir væru að eyðileggja fótboltann.

Aðrir notendur miðilsins voru fljótir að benda á að Jenas hefði tekið þátt í átaki enska fótboltasambandsins fyrir tímabilið og kallað eftir því að dómurum yrði sýnd virðing.

Samtökin RefsupportUK gagnrýna Jenas harðlega.

„Þetta er skammarlegt tíst og skrif þín hvetja til þess að dómarar verði fyrir skítkasti á netinu. Mðað við hlutverk þitt í sjónvarpi þurfa vinnuveitendur þínir að eiga við þig orð. Ekki gleyma því að ráðist var á Anthony Taylor og fjölskyldu hans á flugvelli eftir ummæli sem voru ekki ólík þínum," skrifaði RefsupportUK.
Athugasemdir
banner
banner
banner