Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
banner
   mán 25. september 2023 22:09
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Gísli Eyjólfsson í baráttu við Halldór Smára í kvöld.
Gísli Eyjólfsson í baráttu við Halldór Smára í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Það var virkilega gott að vinna þennan leik og fá þrjú stig. Við erum í bullandi baráttu um Evrópusæti. En Auðvitað fá Íslandsmeistararnir heiðursvörð," segir Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Íslandmeisturum Víkings í kvöld en Blikar stóðu heiðursvörð fyrir nýkrýnda meistara fyrir leikinn.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

"Mér fannst við hafa stjórn á leiknum nánast allan leikinn. Við vorum svolítið maður á mann og fannst þeir ekki komast mikið inn í leikinn þannig. Við vorum yfir í flestum einvígum og þannig unnum við leikinn."

Leikir þessara liða eru jafnan mikil skemmtun og hart er barist. Blikar voru ekki í neinum vandræðum með að gíra sig upp í þennan leik. "Það var alls ekki erfitt að mótívera sig fyrir þennan leik. Það er mikið talað um þessar mótíveringar og það á ekkert að vera þannig að við séum að velja okkur leiki en seinustu tveir leikir hafa verið virkilega stórir og mikilvægir. En við ætlum að fara svona í alla leiki í framhaldinu."
 

"Mér finnst þessi rígur geggjaður. Það er gaman að þessu. Fólk mætir á þessa leiki og það er gaman þegar það er svona mikill hasar."


Athugasemdir
banner