Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
   mán 25. september 2023 22:09
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Gísli Eyjólfsson í baráttu við Halldór Smára í kvöld.
Gísli Eyjólfsson í baráttu við Halldór Smára í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Það var virkilega gott að vinna þennan leik og fá þrjú stig. Við erum í bullandi baráttu um Evrópusæti. En Auðvitað fá Íslandsmeistararnir heiðursvörð," segir Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Íslandmeisturum Víkings í kvöld en Blikar stóðu heiðursvörð fyrir nýkrýnda meistara fyrir leikinn.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

"Mér fannst við hafa stjórn á leiknum nánast allan leikinn. Við vorum svolítið maður á mann og fannst þeir ekki komast mikið inn í leikinn þannig. Við vorum yfir í flestum einvígum og þannig unnum við leikinn."

Leikir þessara liða eru jafnan mikil skemmtun og hart er barist. Blikar voru ekki í neinum vandræðum með að gíra sig upp í þennan leik. "Það var alls ekki erfitt að mótívera sig fyrir þennan leik. Það er mikið talað um þessar mótíveringar og það á ekkert að vera þannig að við séum að velja okkur leiki en seinustu tveir leikir hafa verið virkilega stórir og mikilvægir. En við ætlum að fara svona í alla leiki í framhaldinu."
 

"Mér finnst þessi rígur geggjaður. Það er gaman að þessu. Fólk mætir á þessa leiki og það er gaman þegar það er svona mikill hasar."


Athugasemdir
banner