Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
banner
   mán 25. september 2023 22:09
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Gísli Eyjólfsson í baráttu við Halldór Smára í kvöld.
Gísli Eyjólfsson í baráttu við Halldór Smára í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Það var virkilega gott að vinna þennan leik og fá þrjú stig. Við erum í bullandi baráttu um Evrópusæti. En Auðvitað fá Íslandsmeistararnir heiðursvörð," segir Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Íslandmeisturum Víkings í kvöld en Blikar stóðu heiðursvörð fyrir nýkrýnda meistara fyrir leikinn.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

"Mér fannst við hafa stjórn á leiknum nánast allan leikinn. Við vorum svolítið maður á mann og fannst þeir ekki komast mikið inn í leikinn þannig. Við vorum yfir í flestum einvígum og þannig unnum við leikinn."

Leikir þessara liða eru jafnan mikil skemmtun og hart er barist. Blikar voru ekki í neinum vandræðum með að gíra sig upp í þennan leik. "Það var alls ekki erfitt að mótívera sig fyrir þennan leik. Það er mikið talað um þessar mótíveringar og það á ekkert að vera þannig að við séum að velja okkur leiki en seinustu tveir leikir hafa verið virkilega stórir og mikilvægir. En við ætlum að fara svona í alla leiki í framhaldinu."
 

"Mér finnst þessi rígur geggjaður. Það er gaman að þessu. Fólk mætir á þessa leiki og það er gaman þegar það er svona mikill hasar."


Athugasemdir
banner