Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 25. september 2025 22:27
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain
Nik Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum. Þú getur tapað leikjum á ýmsa vegu og hvernig við töpum í dag er úr karakter fyrir okkur. Í fyrri hálfleik vorum við á ágætum stað í jöfnum leik en í síðari hálfleik mætum við út ögn flatar. Við vinnum okkur svo inn í leikinn aftur en það var bara of seint.“ Sagði vonsvikinn þjálfari Breiðabliks Nik Chamberlain í viðtali við Fótbolta.net að loknu 2-1 tapi Blika gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Stjarnan

Blikar leiddu í hálfleik en gestirnir úr Garðabæ komu af miklum krafti út í síðari hálfleikinn og uppskáru tvö góð mörk. Kom lið Stjörnunar Nik á óvart?

„Nei í rauninni ekki. Í fyrra marki þeirra rennur Heiða og í seinna markið kemur eftir að við reynum að sækja hratt á þær. Ég man ekki til þess að þær hafi verið að valda okkur vandræðum og ekki að komast afturfyrir okkur eða ná skotum á markið. Þær komu okkur því ekki á óvart,“

Blikaliðið átti góða endurkomu gegn FH á dögunum og bjuggust eflaust margir við því að eitthvað svipað yrði upp á teningnum í kvöld. Hvað með Nik sjálfan? Bjóst hann við því?

„Við áttum augnablik. Markvörðurinn ver vel frá Samönthu en þegar við komumst í þessar stöður komu hlaupin of fljótt og okkur skorti þolinmæði til að sjá hvernig hlutirnir myndu þróast.“

Sagði Nik en allt viðtalið má sjá í spilararnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner