Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
   fim 25. september 2025 14:50
Elvar Geir Magnússon
Þurfa að spila allan leikinn aftur eftir rigninguna
Mynd: Blackburn Rovers
Blackburn var 1-0 yfir gegn Ipswich í Championship-deildinni um síðustu helgi þegar leikurinn var flautaður af á 79. mínútu þar sem dómararnir mátu völlinn óleikhæfan eftir mikla rigningu.

Todd Cantwell hafði skorað úr vítaspyrnu og auk þess hafði Ipswich misst mann af velli með rautt spjald.

Stjórn ensku deildarinnar gaf það út í dag að leikurinn þyrfti að vera spilaður aftur í fullri lengd.

Það er alveg ljóst að í Blackburn eru menn alls ekki ánægðir með þessa niðustöðu. Valerien Ismael, stjóri liðsins, sagði í vikunni að sanngjarnast væri að láta 1-0 sigur Blackburn skrást sem úrslit leiksins.

Andri Lucas Guðjohnsen spilar með Blackburn og hafði komið inn sem varamaður á 65. mínútu í umræddum leik.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 6 5 1 0 11 4 +7 16
2 Stoke City 6 4 0 2 9 4 +5 12
3 Bristol City 6 3 2 1 13 7 +6 11
4 Leicester 6 3 2 1 8 5 +3 11
5 Preston NE 6 3 2 1 7 5 +2 11
6 Coventry 6 2 4 0 15 7 +8 10
7 West Brom 6 3 1 2 7 6 +1 10
8 Birmingham 6 3 1 2 5 5 0 10
9 QPR 6 3 1 2 10 12 -2 10
10 Millwall 6 3 1 2 5 7 -2 10
11 Swansea 6 2 2 2 6 5 +1 8
12 Charlton Athletic 6 2 2 2 4 5 -1 8
13 Portsmouth 6 2 2 2 4 5 -1 8
14 Hull City 6 2 2 2 10 12 -2 8
15 Norwich 6 2 1 3 9 9 0 7
16 Wrexham 6 2 1 3 11 12 -1 7
17 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
18 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
19 Southampton 6 1 3 2 7 9 -2 6
20 Oxford United 6 1 2 3 9 10 -1 5
21 Watford 6 1 2 3 5 7 -2 5
22 Derby County 6 1 2 3 8 12 -4 5
23 Sheff Wed 6 1 1 4 5 12 -7 4
24 Sheffield Utd 6 0 0 6 1 13 -12 0
Athugasemdir