Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   sun 25. október 2020 11:25
Ívan Guðjón Baldursson
Sterling notar rúmlega milljón til að gera ný góðgerðarsamtök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Raheem Sterling, kantmaður Manchester City og enska landsliðsins, hefur tilkynnt að hann sé að hrinda af stað nýjum góðgerðarsamtökum.

Sterling vill leggja sitt af mörkum og stefnir á að safna 10 milljónum punda fyrir góðgerðarsamtökin, hann ætlar að nota rúmlega milljón af sínum eigin pening í samtökin. Ein milljón punda samsvarar rúmlega 180 milljónum íslenskra króna.

„Ég er búinn að hjálpa mikið af góðgerðarsamtökum í gegnum tíðina og nú er komið að mér að búa ný samtök til. Ég vil gera eitthvað til að hjálpa krökkum sem voru í sömu sporum og ég," sagði Sterling við Sunday Times.

„Ef þessir unglingar vilja fara í háskóla eða ef þeim vantar fótboltadót eða aðra hluti, þá vil ég geta hjálpað þeim með þessum samtökum."

Hinn 25 ára gamli Sterling er fæddur í Jamaíka en hefur búið á Englandi frá barnsaldri. Hann hefur verið duglegur að nýta stöðu sína sem einn af þekktustu knattspyrnumönnum Englands til að berjast gegn kynþáttafordómum og hjálpa bágstöddum einstaklingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner