banner
   mán 25. nóvember 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Favre á hliðarlínunni gegn Barca - „Búumst við mikilli bætingu"
Lucien Favre.
Lucien Favre.
Mynd: Getty Images
Það er farið að hitna undir Lucien Favre, knattspyrnustjóra Borussia Dortmund.

Dortmund gerði 3-3 jafntefli gegn botnliði þýsku úrvalsdeildarinnar síðastliðinn föstudag, eftir að hafa lent 3-0 undir. Dortmund er í sjötta sæti þýsku deildarinnar með 20 stig eftir 12 leiki.

Favre, sem tók við Dortmund á síðasta ári, mun stýra Dortmund gegn Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni. Þar er ætlast til að frammistaðan verði mun betri.

„Staða okkar er meira en óásættanleg. Við förum í leikinn gegn Barcelona með Lucien og við búumst við mikilli bætingu í frammistöðu þar," sagði Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund.

Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, hefur einnig talað um Favre.

„Kæri Lucien, þú hefur traust okkar, en á endanum snýst fótbolti um úrslit. Við vonum öll að þú og liðið getið snúið þessu við. Þið hafið allan þann stuðning sem við getum gefið ykkur," sagði Watzke á árlegum fundi hjá Dortmund.

Watzke talaði einnig um leikmennina.

„Þið verðið að hysja upp um ykkur buxurnar og spila eins og ætlast er af leikmönnum Borussia Dortmund. Þið sem lið verðið að vita að bara orð eru ekki nóg. Það er ykkar skylda að fylgja þeim eftir."

Eins og áður segir er Dortmund í sjötta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Í Meistaradeildinni er liðið í öðru sæti í sínum riðli, stigi á eftir Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner