banner
   mán 25. nóvember 2019 17:52
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Þrjú rauð á fjórum mínútum er Lecce og Cagliari skildu jöfn
Þrír menn voru reknir af velli í leiknum
Þrír menn voru reknir af velli í leiknum
Mynd: Getty Images
Lecce 2 - 2 Cagliari
0-1 Joao Pedro ('30 , víti)
0-2 Radja Nainggolan ('67 )
1-2 Gianluca Lapadula ('83 , víti)
2-2 Marco Calderoni ('90 )
Rautt spjald: , ,Fabrizio Cacciatore, Cagliari ('81)Robin Olsen, Cagliari ('85)Gianluca Lapadula, Lecce ('85)

Lokamínúturnar í 2-2 jafntefli Lecce gegn Cagliari í Seríu A á Ítalíu voru heldur óvenjulegar en tvö mörk og þrjú rauð spjöld fóru á loft á síðustu sjö mínútunum.

Joao Pedro kom Cagliari yfir á 30. mínútu með marki úr víti en hann skoraði þar sjöunda mark sitt á tímabilinu. Radja Nainggolan kom Cagliari í 2-0 á 67. mínútu með föstu skoti áður en á 81. mínútu breyttist leikurinn.

Fabrizio Cacciatore, varnarmaður Cagliari, var rekinn af velli á 81. mínútu fyrir að verja skot með höndunum af línunni og þá skoraði Gianluca Lapadula úr vítinu.

Lapadula ætlaði að sækja boltann í netið og hefja leikinn að nýju en Robin Olsen, markvörður Cagliari, sparkaði boltanum í burtu sem varð til þess að Lapadula reiddist og skallaði Olsen. Sænski markvörðurinn brást við með að slá til hans og voru báðir reknir af velli.



Marco Calderoni jafnaði metin svo undir lok leiksins og lokatölur 2-2. Cagliari er í 4. sæti með 25 stig en Lecce í 17. sæti með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner