Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 25. nóvember 2019 16:16
Magnús Már Einarsson
KSÍ fylgist vel með VAR þróuninni - TIl Íslands á næstu árum?
Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ.
Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
VAR hefur verið mikið í umræðunni undanfarna mánuði og möguleiki er á að tæknin verði tekin upp á Ísland á næstu árum.

Umræða um VAR í íslenska boltanum fór í gang í sumar og Þóroddur Hjaltalín, formaður dómarnefndar KSÍ, segir að þar á bæ fylgist menn vel með þróuninni erlendis.

„Það er ekkert nýtt að frétta. Við erum að fylgjast vel með því sem er í gangi úti, sérstaklega á Norðurlöndunum. Danirnir eru þeir einu sem eru komnir af stað þar. Við erum að fylgjast vel með þróuninni og erum á tánum," sagði Þóroddur við Fótbolta.net í dag.

VAR verður tekið upp í dönsku úrvalsdeildinni næsta sumar og Þóroddur segir að KSÍ fylgist með gangi mála.

„Við vitum að innleiðingarferlið tekur langan tíma. Við erum með þetta í skoðun og fylgjumst með því hvernig þetta er í kringum okkur," sagði Þóroddur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner