mið 25. nóvember 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Morgunblaðið 
Eiður um Tottenham: Geta ekki sætt sig við að spila svona
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Rætt var um Tottenham í síðasta þætti af Vellinum hjá Síminn Sport.

Tottenham vann afar sterkan sigur á Manchester City, 2-0, um síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er á toppi deildarinnar og stuðningsmenn láta sig dreyma.

Tottenham lá til baka og beitti skyndisóknum, spilaði fótbolta sem Jose Mourinho hefur verið þekktur fyrir í gegnum tíðina.

„Þeir þurfa að einbeita sér að þremur stigum og ef einhver kann það, þá er það Jose Mourinho," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, sem spilaði á sínum tíma undir stjórn Mourinho hjá Chelsea. Eiður telur samt að Tottenham þurfi að spila betri fótbolta líka

„Þegar þú horfir á leikmennina sem eru þarna, þá geta þeir ekki sætt sig við að spila svona."

„Ég er sammála því að það hangi allt á herðum Harry Kane og Son (Heung min) að meiðast ekki á þessu tímabili. Hann (Kane) er orðinn miklu meira en framherji sem skorar bara mörk. Allur hans leikur snýst orðið um miklu meira. Hann er með frábæra vinnu fyrir liðið og það smitar út frá sér þegar þú sérð þín stærstu nöfn sýna þetta fordæmi," sagði Eiður jafnframt en innslagið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner