Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. nóvember 2020 09:43
Magnús Már Einarsson
Leikmenn orðaðir við Arsenal
Powerade
Sander Berge er orðaður við Arsenal.
Sander Berge er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Varane er ekki til sölu.
Varane er ekki til sölu.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir í dag frekar en fyrri daginn. Kíkjum á slúður dagsins.



Arsenal er að skoða Yunus Musah (17) kantmann Valencia. Musah var áður í akademíu Arsenal en Everton, Leeds og Wolves hafa einnig áhuga. (90 min)

Arsenal hefur einnig áhuga á að fá norska miðjumanninn Sander Berge (22) frá Sheffield Untied. (VG)

Chelsea er í viðræðum við Thiago Silva (36) um að framlengja samning sinn til 2022 en hann gerði eins árs samning þegar hnan kom til félagsins í sumar. (Tuttomercato)

Ajax vill reyna að fá vinstri bakvörðinn Patrick van Aanholt (30) frítt frá Crystal Palace næsta sumar en viðræður mega hefjast í janúar. (Football Insider)

Real Madrid segir að varnarmaðurinn Raphael Varane (27) sé ekki til sölu en hann hefur verið orðaður við Manchester United. (Sun)

Arsenal ætlar að ræða við Nicolas Pepe (25) eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Leeds um helgina. Ólíklegt er þó að hann fari frá Arsenal á láni. (Times)

Arsenal ætlar ekki að reyna að fá Christian Eriksen frá Inter eins og orðrómur hefur verið um. Eriksen gæti farið til Dortmund eða PSG. (Star)

Paul Scholes segir að Manchester United hafi keypt marga leikmenn undanfarin ár sem Sir Alex Ferguson hefði aldrei keypt til félagsins. (Star)

Bayern Munchen ætlar ekki að bjóða Jerome Boateng (32) nýjan samning þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (Sport Bild)

Luka Modric (35) vill framlengja samning sinn við Real Madrid og ljúka ferlinum hjá félaginu. (Marca)

Tyrkneski miðjumaðurinn Yusuf Yazici (23) vill fara frá Lille í stærra félag en hann hefur verið orðaður við Arsenal. (Star)

Maicon (29), fyrum bakvörður Inter og Manchester City, gæti verið á leið til Sona í Serie D á Ítalíu. (Padova Sport)

Carlos Tevez (36) ætlar að ljúka ferli sínum hjá Boca Juniors og hefja síðan stjórnmálaferil. (El Destape)

Joan Laporta ætlar að bjóða sig fram sem forseti Barcelona. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner