Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 25. nóvember 2020 11:15
Elvar Geir Magnússon
Pogba með bólginn ökkla
Manchester United átti ekki í neinum vandræðum með Istanbúl Basaksehir í Meistaradeildinni í gær. Bruno Fernandes skoraði tvívegis í 4-1 sigri.

Paul Pogba var ekki í leikmannahópnum hjá United í gær en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hefur opinberað það að ökklameiðsli hafa tekið sig upp hjá franska miðjumanninum.

Ökklameiðsli hömluðu honum á síðasta tímabili.

„Ökkli Pogba hefur bólgnað upp," sagði Solskjær við MUTV.

„Hann æfði á mánudag en fann að það var ekki allt í lagi. Í gærmorgun kom staðfesting á því að hann gæti ekki spilað."

Ekki eru nánari upplýsingar um meiðsli Pogba en Manchester United á leik gegn Southampton á sunnudag.
Athugasemdir
banner