Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 25. nóvember 2021 15:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rangnick að taka við United
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick er að taka við sem bráðabirgðastjóri Manchester United ef marka má heimildir David Ornstein á The Athletic.

Rangnick verður ekki við stjórnvölinn gegn Chelsea um helgina þar sem hann er ekki kominn með atvinnuleyfi. Michael Carrick mun því stýra liðinu líkt og gegn Villarreal í miðri viku.

Rangnick hefur náð samkomulagi við United og skrifar undir samning við félagið út leiktíðina. Í kjölfarið er hann með tveggja ára samning við United um að starfa sem ráðgjafi hjá félaginu.

Rangnick er stjóri Lokomotiv Moskvu í dag og þarf United að greiða rússneska félaginu til að losa hann undan samningi við félagið.

Rangnick er 63 ára gamall og var áður stjóri Ulm, Hannover, Schalke og Hoffenheim áður en hann gerði frábæra hluti hjá RB Leipzig og RB Salzburg sem yfirmaður fótboltamála.

Samkvæmt heimildum Samuel Luckhurst hjá Manchester Evening News flaug Rangnick til Manchester í upphafi vikunnar, neitaði fyrsta tilboði félagsins en samþykkti betrumbætt samningstilboð.

Kynntu þér Rangnick:
Hver er Ralf Rangnick?

Athugasemdir
banner
banner